Hnífaburður gerður útlægur Eyþór Víðisson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. Heildarlausn vandans er fjölþætt, flókin og tekur langan tíma; áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira. Þetta skiptir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þessum pistli. Hér er skal rætt um skyndilausn á bráðum vanda. Við þurfum að taka hnífa af götunum og ég legg til eftirfarandi: Samfélagssáttmáli um að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur; ríkisstjórn, samband sveitarfélaga, skólar, samtök af öllu tagi og fleiri taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga. Alvarleiki hnífaburðar verður gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki sem Landlæknir stýrir enda um lýðheilsumál að ræða. Þegar barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð er lögregla alltaf kölluð til ásamt Barnavernd. Engar undantekningar. Við endurskoðun Vopnalaga sem núna er í gangi verða fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn; netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmiskonar, eggáhöld o.s.frv. verða sett undir Vopnalög. Ákvæði í Vopnalögum „Bannað er að…hafa í vörslum sínum…bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ - Þetta ákvæði verður tekið út. Allur burður utan vinnu er stranglega bannaður. Höfundi er það vel ljóst að það má skaða annan með nánast hverju sem er; skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn. Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélagi okkar. Borðum fílinn í bitum. Við sömu endurskoðun Vopnalaga verður stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu. Undanþágur byggja aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn, netagerðamenn o.s.frv. Þeir sem eru uppvísir að hnífaburði þurfa að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falla undir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Þess má geta að auðvelt er að kaupa sérhannaða hnífa til manndrápa á stöðum eins og Kolaportinu og víðar. Allur hnífaburður „í margmenni“ á milli kl. 18:00 og 07:00 er bannaður með öllu og viðurlög verða gerð gríðarlega ströng s.s. 700.000 kr. í fyrstu sekt og skilorðbundið fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir að viðkomandi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því. Ef einhver sveiflar slíku vopni til að ógna öðrum skal sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Það að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið, þyngir dóm sjálfkrafa. Þetta er ekki tæmandi listi, langt í frá. Hnífaburði verður tæplegast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við getum ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okkar besta. Höfundur veit að þetta leysir ekki önnur samfélagsleg vandamál sem við þurfum alltaf að vera vinna í. Þetta er skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma en staðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við skjótt og við þurfum að gera það sem ein heild. Höfundur er löggæslu- og öryggisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Barnavernd Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. Heildarlausn vandans er fjölþætt, flókin og tekur langan tíma; áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira. Þetta skiptir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þessum pistli. Hér er skal rætt um skyndilausn á bráðum vanda. Við þurfum að taka hnífa af götunum og ég legg til eftirfarandi: Samfélagssáttmáli um að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur; ríkisstjórn, samband sveitarfélaga, skólar, samtök af öllu tagi og fleiri taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga. Alvarleiki hnífaburðar verður gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki sem Landlæknir stýrir enda um lýðheilsumál að ræða. Þegar barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð er lögregla alltaf kölluð til ásamt Barnavernd. Engar undantekningar. Við endurskoðun Vopnalaga sem núna er í gangi verða fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn; netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmiskonar, eggáhöld o.s.frv. verða sett undir Vopnalög. Ákvæði í Vopnalögum „Bannað er að…hafa í vörslum sínum…bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ - Þetta ákvæði verður tekið út. Allur burður utan vinnu er stranglega bannaður. Höfundi er það vel ljóst að það má skaða annan með nánast hverju sem er; skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn. Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélagi okkar. Borðum fílinn í bitum. Við sömu endurskoðun Vopnalaga verður stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu. Undanþágur byggja aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn, netagerðamenn o.s.frv. Þeir sem eru uppvísir að hnífaburði þurfa að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falla undir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Þess má geta að auðvelt er að kaupa sérhannaða hnífa til manndrápa á stöðum eins og Kolaportinu og víðar. Allur hnífaburður „í margmenni“ á milli kl. 18:00 og 07:00 er bannaður með öllu og viðurlög verða gerð gríðarlega ströng s.s. 700.000 kr. í fyrstu sekt og skilorðbundið fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir að viðkomandi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því. Ef einhver sveiflar slíku vopni til að ógna öðrum skal sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Það að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið, þyngir dóm sjálfkrafa. Þetta er ekki tæmandi listi, langt í frá. Hnífaburði verður tæplegast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við getum ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okkar besta. Höfundur veit að þetta leysir ekki önnur samfélagsleg vandamál sem við þurfum alltaf að vera vinna í. Þetta er skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma en staðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við skjótt og við þurfum að gera það sem ein heild. Höfundur er löggæslu- og öryggisfræðingur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun