Hnífaburður gerður útlægur Eyþór Víðisson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. Heildarlausn vandans er fjölþætt, flókin og tekur langan tíma; áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira. Þetta skiptir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þessum pistli. Hér er skal rætt um skyndilausn á bráðum vanda. Við þurfum að taka hnífa af götunum og ég legg til eftirfarandi: Samfélagssáttmáli um að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur; ríkisstjórn, samband sveitarfélaga, skólar, samtök af öllu tagi og fleiri taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga. Alvarleiki hnífaburðar verður gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki sem Landlæknir stýrir enda um lýðheilsumál að ræða. Þegar barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð er lögregla alltaf kölluð til ásamt Barnavernd. Engar undantekningar. Við endurskoðun Vopnalaga sem núna er í gangi verða fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn; netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmiskonar, eggáhöld o.s.frv. verða sett undir Vopnalög. Ákvæði í Vopnalögum „Bannað er að…hafa í vörslum sínum…bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ - Þetta ákvæði verður tekið út. Allur burður utan vinnu er stranglega bannaður. Höfundi er það vel ljóst að það má skaða annan með nánast hverju sem er; skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn. Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélagi okkar. Borðum fílinn í bitum. Við sömu endurskoðun Vopnalaga verður stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu. Undanþágur byggja aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn, netagerðamenn o.s.frv. Þeir sem eru uppvísir að hnífaburði þurfa að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falla undir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Þess má geta að auðvelt er að kaupa sérhannaða hnífa til manndrápa á stöðum eins og Kolaportinu og víðar. Allur hnífaburður „í margmenni“ á milli kl. 18:00 og 07:00 er bannaður með öllu og viðurlög verða gerð gríðarlega ströng s.s. 700.000 kr. í fyrstu sekt og skilorðbundið fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir að viðkomandi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því. Ef einhver sveiflar slíku vopni til að ógna öðrum skal sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Það að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið, þyngir dóm sjálfkrafa. Þetta er ekki tæmandi listi, langt í frá. Hnífaburði verður tæplegast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við getum ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okkar besta. Höfundur veit að þetta leysir ekki önnur samfélagsleg vandamál sem við þurfum alltaf að vera vinna í. Þetta er skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma en staðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við skjótt og við þurfum að gera það sem ein heild. Höfundur er löggæslu- og öryggisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Barnavernd Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. Heildarlausn vandans er fjölþætt, flókin og tekur langan tíma; áralangt samtal við jaðarsetta hópa, fræðsla til framtíðar um samfélagleg gildi, aukin menntun almennt, minna brottfall drengja úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna samfélagsgerð og margt fleira. Þetta skiptir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þessum pistli. Hér er skal rætt um skyndilausn á bráðum vanda. Við þurfum að taka hnífa af götunum og ég legg til eftirfarandi: Samfélagssáttmáli um að hnífaburður sé algerlega óásættanlegur; ríkisstjórn, samband sveitarfélaga, skólar, samtök af öllu tagi og fleiri taka sig saman við að stöðva þessa þróun. Aukin fræðsla í skólum fyrir alla árganga. Alvarleiki hnífaburðar verður gerður börnum og ungmennum ljós í landsátaki sem Landlæknir stýrir enda um lýðheilsumál að ræða. Þegar barn eða ungmenni kemur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skólalóð er lögregla alltaf kölluð til ásamt Barnavernd. Engar undantekningar. Við endurskoðun Vopnalaga sem núna er í gangi verða fleiri tegundir egg- og stunguvopna skilgreind sem vopn; netahnífar, verkfæraaxir, stunguverkfæri ýmiskonar, eggáhöld o.s.frv. verða sett undir Vopnalög. Ákvæði í Vopnalögum „Bannað er að…hafa í vörslum sínum…bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ - Þetta ákvæði verður tekið út. Allur burður utan vinnu er stranglega bannaður. Höfundi er það vel ljóst að það má skaða annan með nánast hverju sem er; skæri, brotin flaska, nál og margt margt fleira má nota sem vopn. Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr samfélagi okkar. Borðum fílinn í bitum. Við sömu endurskoðun Vopnalaga verður stunguvopna- og hnífaburður meira eða minna bannaður með öllu. Undanþágur byggja aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn, netagerðamenn o.s.frv. Þeir sem eru uppvísir að hnífaburði þurfa að sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri. Veiðihnífar falla undir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Þess má geta að auðvelt er að kaupa sérhannaða hnífa til manndrápa á stöðum eins og Kolaportinu og víðar. Allur hnífaburður „í margmenni“ á milli kl. 18:00 og 07:00 er bannaður með öllu og viðurlög verða gerð gríðarlega ströng s.s. 700.000 kr. í fyrstu sekt og skilorðbundið fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir að viðkomandi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því. Ef einhver sveiflar slíku vopni til að ógna öðrum skal sá sami dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að sæta samfélagsþjónustu í kjölfarið. Það að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið, þyngir dóm sjálfkrafa. Þetta er ekki tæmandi listi, langt í frá. Hnífaburði verður tæplegast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við getum ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okkar besta. Höfundur veit að þetta leysir ekki önnur samfélagsleg vandamál sem við þurfum alltaf að vera vinna í. Þetta er skýrt innrömmuð hugmynd til skamms tíma en staðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við skjótt og við þurfum að gera það sem ein heild. Höfundur er löggæslu- og öryggisfræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun