Hin 12 ára Garima sigraði Sofiu Sóleyju Jónsdóttur í úrslitum en Sofia Sóley var ríkjandi Íslandsmeistari. Emilía Eyva Thygesen endaði svo í þriðja sæti.
Rafn Kumar gerði sér lítið fyrir og vann föður sinn, Raj Kumar, í úrslitum. Þeir mættust einnig í úrslitum fyrir ári. Jónas Páll Björnsson endaði svo í þriðja sæti.