Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. apríl 2023 18:31 Fyrirsætan Ashley Graham var valin kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu Maxim. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. Á meðal þeirra kvenna sem nefndar eru á listanum í ár eru leikkonurnar Margot Robbie, Jenna Ortega, Zoe Saldana og Lily Rose Depp, fyrirsæturnar Emily Ratajkowski, Cara Delevingne og Bella Hadid og tónlistarkonurnar Doja Cat, Beyoncé, Ariana Grande, Rihanna og Selena Gomez. Hin 35 ára gamla Graham er ein allra frægasta „plus size“ fyrirsæta heims. Hún hefur verið á forsíðum tímarita á borð við Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þá hefur hún verið ötul talskona sjálfsástar og líkamsvirðingar í gegnum tíðina. Hún hefur reglulega sett inn myndir af sér þar sem hún sýnir alla þá fegurð sem mannslíkaminn hefur upp á að bjóða, eins og slit og fellingar. View this post on Instagram A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) Ættum að fagna líkama okkar nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni Tímaritið Maxim hefur valið kynþokkafyllstu konu heims árlega frá árinu 2000 og fetar Graham í fótspor kvenna á borð við Jessicu Alba, Jennifer Garner, Evu Longoriu, Katy Perry, Miley Cyrus, Taylor Swift og Hailey Bieber. Það má segja að Graham hafi brotið blað í sögunni því hún er bæði elsta konan og fyrsta „plus size“ fyrirsætan til þess að hljóta titilinn. Graham segist þykja sérstaklega vænt um titilinn í ljósi þess að hún eignaðist tvíbura fyrir rétt rúmu ári síðan. „Þegar ég sat fyrst fyrir á forsíðu Maxim átti ég ekki börn en í þetta skiptið á ég þrjú börn. Þetta er áminning um það að kynþokkinn kemur í alls konar myndum, ólíkum stærðum og gerðum. Ég hef reyndar alltaf verið talsmaður þess, en svo eignaðist ég sjálf börn og þá breyttist líkaminn svo mikið og ég átti erfitt með að sætta mig við líkama minn og hve mikið hann hafði breyst,“ segir Graham í viðtali við Maxim. Hún segir lykilinn að sjálfsást því ekki aðeins felast í því að elska líkama sinn, heldur einnig að taka honum nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by MAXIM (@maximmag) Fjölmiðlar Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30 People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Leikkonan Jennifer Lawrence trónir á toppnum. 1. maí 2014 15:00 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira
Á meðal þeirra kvenna sem nefndar eru á listanum í ár eru leikkonurnar Margot Robbie, Jenna Ortega, Zoe Saldana og Lily Rose Depp, fyrirsæturnar Emily Ratajkowski, Cara Delevingne og Bella Hadid og tónlistarkonurnar Doja Cat, Beyoncé, Ariana Grande, Rihanna og Selena Gomez. Hin 35 ára gamla Graham er ein allra frægasta „plus size“ fyrirsæta heims. Hún hefur verið á forsíðum tímarita á borð við Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þá hefur hún verið ötul talskona sjálfsástar og líkamsvirðingar í gegnum tíðina. Hún hefur reglulega sett inn myndir af sér þar sem hún sýnir alla þá fegurð sem mannslíkaminn hefur upp á að bjóða, eins og slit og fellingar. View this post on Instagram A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) Ættum að fagna líkama okkar nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni Tímaritið Maxim hefur valið kynþokkafyllstu konu heims árlega frá árinu 2000 og fetar Graham í fótspor kvenna á borð við Jessicu Alba, Jennifer Garner, Evu Longoriu, Katy Perry, Miley Cyrus, Taylor Swift og Hailey Bieber. Það má segja að Graham hafi brotið blað í sögunni því hún er bæði elsta konan og fyrsta „plus size“ fyrirsætan til þess að hljóta titilinn. Graham segist þykja sérstaklega vænt um titilinn í ljósi þess að hún eignaðist tvíbura fyrir rétt rúmu ári síðan. „Þegar ég sat fyrst fyrir á forsíðu Maxim átti ég ekki börn en í þetta skiptið á ég þrjú börn. Þetta er áminning um það að kynþokkinn kemur í alls konar myndum, ólíkum stærðum og gerðum. Ég hef reyndar alltaf verið talsmaður þess, en svo eignaðist ég sjálf börn og þá breyttist líkaminn svo mikið og ég átti erfitt með að sætta mig við líkama minn og hve mikið hann hafði breyst,“ segir Graham í viðtali við Maxim. Hún segir lykilinn að sjálfsást því ekki aðeins felast í því að elska líkama sinn, heldur einnig að taka honum nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by MAXIM (@maximmag)
Fjölmiðlar Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30 People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Leikkonan Jennifer Lawrence trónir á toppnum. 1. maí 2014 15:00 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira
Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30
People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31
Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00