„Raunverulegur vandi“ í Laugardalslaug um þessar mundir Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 21:01 Gulu armböndin eru af skornum skammti um þessar mundir. Vísir/arnar Alvarleg staða er uppi í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim. Forstöðumaður leitar nú leiða til að einfalda aðgangskerfi laugarinnar. Aðgangskerfið í Laugardalslaug er í raun tvöfalt; svörtu og rauðu armböndin sem sjást hér veita bæði aðgang að laug og skápum í búningsklefum. Gula armbandið er fyrir korthafa og veitir aðeins aðgang að skápum. Og að lokinni sundferð á maður að skila armbandinu í sérstaka í rauf en vandamálið er að fólk virðist gleyma því, ítrekað. Nú er svo komið að alvarlegur skortur er á gulu armböndunum; þau virðast komin í fóstur á heimilum gesta víða um borg. „Við erum í raunverulegum vanda akkúrat núna. Við erum stanslaust að tæma skammtarana til að reyna að dæla út og eins og á sumardaginn fyrsta þar sem komu 3300 manns. Þá er býsna flókið að halda öllum gangandi,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir sundlaugina að sögn Árna, sem biðlar til gesta að skila armböndunum. Tekið verði vel á móti þeim. „Ég segi nú ekki að fólk hafi komið grímuklætt, en svona nánast, með fulla poka af armböndum og ég held að metið hafi verið svona 45 armbönd í einum poka. Ég á líka góða fastakúnna hérna sem segja: Ég tek það aldrei af mér. Mæta jafnvel í móttöku á Bessastaði með gult armband á hendinni,“ segir Árni. Og þá er kannski ekki úr vegi að velta því upp hvort um sé að ræða óþarfa tæknivæðingu. Hvað með gömlu góðu lyklana, til dæmis? Ja, málið með þá er að þeir rispa rennibrautirnar. „Þannig að rennibrautaframleiðendur hafa svolítið sagt bara: Nei, nei, nei, ekki lykla.“ En Árni er sammála því að kerfið sé of flókið. Leitað sé nýrra lausna til að einfalda aðgang að laug og skápum. „Hvort að við förum að selja armbönd til viðskiptavina, það er svona eitt sem við erum að skoða, bara á kostnaðarverði, þannig að fólk geti eignast það strax, verið bara með sitt þannig að það fækki því sem við erum að tapa út.“ Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Aðgangskerfið í Laugardalslaug er í raun tvöfalt; svörtu og rauðu armböndin sem sjást hér veita bæði aðgang að laug og skápum í búningsklefum. Gula armbandið er fyrir korthafa og veitir aðeins aðgang að skápum. Og að lokinni sundferð á maður að skila armbandinu í sérstaka í rauf en vandamálið er að fólk virðist gleyma því, ítrekað. Nú er svo komið að alvarlegur skortur er á gulu armböndunum; þau virðast komin í fóstur á heimilum gesta víða um borg. „Við erum í raunverulegum vanda akkúrat núna. Við erum stanslaust að tæma skammtarana til að reyna að dæla út og eins og á sumardaginn fyrsta þar sem komu 3300 manns. Þá er býsna flókið að halda öllum gangandi,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir sundlaugina að sögn Árna, sem biðlar til gesta að skila armböndunum. Tekið verði vel á móti þeim. „Ég segi nú ekki að fólk hafi komið grímuklætt, en svona nánast, með fulla poka af armböndum og ég held að metið hafi verið svona 45 armbönd í einum poka. Ég á líka góða fastakúnna hérna sem segja: Ég tek það aldrei af mér. Mæta jafnvel í móttöku á Bessastaði með gult armband á hendinni,“ segir Árni. Og þá er kannski ekki úr vegi að velta því upp hvort um sé að ræða óþarfa tæknivæðingu. Hvað með gömlu góðu lyklana, til dæmis? Ja, málið með þá er að þeir rispa rennibrautirnar. „Þannig að rennibrautaframleiðendur hafa svolítið sagt bara: Nei, nei, nei, ekki lykla.“ En Árni er sammála því að kerfið sé of flókið. Leitað sé nýrra lausna til að einfalda aðgang að laug og skápum. „Hvort að við förum að selja armbönd til viðskiptavina, það er svona eitt sem við erum að skoða, bara á kostnaðarverði, þannig að fólk geti eignast það strax, verið bara með sitt þannig að það fækki því sem við erum að tapa út.“
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42
Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00
Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17