Það þarf heilt samfélag Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 25. apríl 2023 10:00 Í þeim aðstæðum og þeim hraða sem samfélagið býður ungum barnafjölskyldum upp á í dag, reikar hugurinn óhjákvæmilega til annarra tíma. Tíma sem voru kannski ekki einfaldari að neinu leiti, áskoranirnar voru aðrar, fjölskyldusamsetningin var kannski önnur, kröfurnar á foreldra og börn aðrar eða jafnvel öðruvísi. Hraðinn í samfélaginu var þó töluvert frábrugðinn því sem við búum við í dag. Þegar ég sit og skrifa þennan pistil um málefni sem hefur verið mér hugleikið í nokkurn tíma þá reiknar hugurinn minn til Ísafjarðar í kringum 1991 þar sem ung móðir þá rúmlega sextán ára gömul með stúlkubarn tæplega eins árs, bjó innst inn í firði á Ísafirði, það var vetur, allt á kafi í snjó og faðirinn á sjó. En í vinnu þurfti móðirin að fara með barnið á snjóþotu rúmlega tveggja kílómetra leið inn í bæ. Ekki var mikið um það á þessum tíma að börn væru hjá dagmömmu eða snemma í leikskóla en henni var sú lukka að föðuramma stúlkunnar sá um hana frá þriggja mánaða aldri allt að þeim tímapunkti að hún gat farið á leikskóla rúmlega 2 ára gömul. Ekki einungis móðurinni varð af því gæfa heldur varð stúlkunni enn meiri gæfa að hafa fengið tækifæri til að mynda tengsl við ömmu sína sem urðu órjúfanleg fram yfir dauðadag hennar. Slík tengsl eru mikilvæg og gaf bæði ömmu og stúlku mikið því það eru ýmis gildi, ýmsar lífsreglur og lífsspeki sem aðeins fæst frá ömmu og afa. Því megum við ekki gleyma. Í tilviki þessarar stúlku þá voru fyrstu árin ekki alltaf einföld fyrir foreldra hennar en alltaf var þó ákveðin festa í lífinu sem amman hafði uppá að bjóða, alltaf opinn arm, alltaf góð ráð og stórfjölskyldan kom þar að líka sem reyndist ómetanlegt til framtíðar. Að alast upp í kringum ömmu og afa hefur í för með sér öðruvísi dýpt í lífinu, kennir manni aukna samstöðu, samkennd, virðingu og kærleika sem erfitt er að setja fingur á. Getum við þetta ein og óstudd Í dag eigum við það til að gleyma okkur í amstri dagsins, allir þurfa að vera mættir á slaginu, það eru börn sem þurfa á æfingar jafnvel tvær og þrjár á dag svo hittast allir heima í lok dags, það er möndlað eitthvað saman í eldhúsinu til að nærast og svo hlaupa allir frá borðinu í því skyni að sinna frekari verkefnum sem bíða þann daginn. Í tilviki barnanna eru það vinir og leikhittingar en í tilviki foreldranna er það að ná inn hreyfingu í daginn, klára vinnu sem náðist ekki þann daginn en þú ert nú samt viss um að ef þú klárar þetta ekki fyrir miðnætti þá hleypur það frá þér og verður ekki þarna þegar þú mætir daginn eftir. Nú svo þarftu að huga að andlegu heilsunni, líkamlegu og félagslegu því samfélagið krefst þess að við séum öll með næg verkefni og alltaf að, því annars ertu ekki að ná árangri eða hvað? Eða hvað felst í árangri fjölskyldunnar? Er það að allir sjái hversu vel þú stendur þig í lífskapphlaupinu sem er búið að temja okkur eða er það að rækta fjölskylduböndin eða jafnvel heilbrigð blanda af hvoru tveggja? Við heyrum jafnframt af því að foreldrar í dag gera menntakerfið og skólana í auknu mæli ábyrga fyrir uppeldi barnanna okkar en er það raunhæft, að leggja þær kröfur á fólk sem sjálft á börn og fjölskyldu og mætir í vinnuna, gerir sitt allra besta við að mennta börnin okkar í ákveðnum þáttum lífsins og svo segjum við fjölskyldan jæja þá er barnið búið að fá allt sem það þarf þetta árið því það mætti í skólann og fékk ákveðna færni sem er mæld á ákveðinn hátt? Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki kominn tími á að við lítum aðeins inná við. Fjölskyldan hefur ákveðið menntunarhlutverk líka, sem felst í öðruvísi lífsfærni en fæst úr menntakerfinu okkar. Hverjir bera ábyrgð á börnunum okkar Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn hefur verið sagt og því er ég sammála. Það þarf heilt samfélag en þá er ég ekki að meina Dúnu í næsta húsi heldur eru það kynslóðirnar sem á undan hafa komið, mamma og pabbi, amma og afi og svo frænkur og frændur. Það er bjargföst trú mín að við höfum tapað ýmsu á þessari vegferð sem við höfum verið á og við ætlum að vera svo sjálfstæð í því að klára okkur sjálf í gegnum uppeldi barnsins að við áttum okkur ekki alveg á því hvað það er sem barnið verður af í gegnum lífið en líka amma og afi. Á ákveðnum tímapunkti bjuggu þrjár kynslóðir undir einu þaki og allir tóku þátt í að ala upp barnið og kenna því á lífsins áskoranir, hvernig eigi að takast á við þær og hvaða lífsgildi þarf að hafa með sér í bakpokanum á því stórkostlega ferðalagi sem lífið er. Ég held að við ættum að líta aðeins tilbaka og gera okkur öll ábyrg fyrir því að koma að uppeldi barnsins, mynda tengsl milli kynslóða sem eru svo sterk og órjúfanleg að þau haldast fram yfir gröf og dauða. Við berum jú öll ábyrgð á menntun barnanna okkar en fjölskyldan þá allra mestu. Það er ekki bara menntakerfið sem hefur með öllu stærsta hlutverkið í uppeldi barnanna okkar. Það erum við - Fjölskyldan. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í þeim aðstæðum og þeim hraða sem samfélagið býður ungum barnafjölskyldum upp á í dag, reikar hugurinn óhjákvæmilega til annarra tíma. Tíma sem voru kannski ekki einfaldari að neinu leiti, áskoranirnar voru aðrar, fjölskyldusamsetningin var kannski önnur, kröfurnar á foreldra og börn aðrar eða jafnvel öðruvísi. Hraðinn í samfélaginu var þó töluvert frábrugðinn því sem við búum við í dag. Þegar ég sit og skrifa þennan pistil um málefni sem hefur verið mér hugleikið í nokkurn tíma þá reiknar hugurinn minn til Ísafjarðar í kringum 1991 þar sem ung móðir þá rúmlega sextán ára gömul með stúlkubarn tæplega eins árs, bjó innst inn í firði á Ísafirði, það var vetur, allt á kafi í snjó og faðirinn á sjó. En í vinnu þurfti móðirin að fara með barnið á snjóþotu rúmlega tveggja kílómetra leið inn í bæ. Ekki var mikið um það á þessum tíma að börn væru hjá dagmömmu eða snemma í leikskóla en henni var sú lukka að föðuramma stúlkunnar sá um hana frá þriggja mánaða aldri allt að þeim tímapunkti að hún gat farið á leikskóla rúmlega 2 ára gömul. Ekki einungis móðurinni varð af því gæfa heldur varð stúlkunni enn meiri gæfa að hafa fengið tækifæri til að mynda tengsl við ömmu sína sem urðu órjúfanleg fram yfir dauðadag hennar. Slík tengsl eru mikilvæg og gaf bæði ömmu og stúlku mikið því það eru ýmis gildi, ýmsar lífsreglur og lífsspeki sem aðeins fæst frá ömmu og afa. Því megum við ekki gleyma. Í tilviki þessarar stúlku þá voru fyrstu árin ekki alltaf einföld fyrir foreldra hennar en alltaf var þó ákveðin festa í lífinu sem amman hafði uppá að bjóða, alltaf opinn arm, alltaf góð ráð og stórfjölskyldan kom þar að líka sem reyndist ómetanlegt til framtíðar. Að alast upp í kringum ömmu og afa hefur í för með sér öðruvísi dýpt í lífinu, kennir manni aukna samstöðu, samkennd, virðingu og kærleika sem erfitt er að setja fingur á. Getum við þetta ein og óstudd Í dag eigum við það til að gleyma okkur í amstri dagsins, allir þurfa að vera mættir á slaginu, það eru börn sem þurfa á æfingar jafnvel tvær og þrjár á dag svo hittast allir heima í lok dags, það er möndlað eitthvað saman í eldhúsinu til að nærast og svo hlaupa allir frá borðinu í því skyni að sinna frekari verkefnum sem bíða þann daginn. Í tilviki barnanna eru það vinir og leikhittingar en í tilviki foreldranna er það að ná inn hreyfingu í daginn, klára vinnu sem náðist ekki þann daginn en þú ert nú samt viss um að ef þú klárar þetta ekki fyrir miðnætti þá hleypur það frá þér og verður ekki þarna þegar þú mætir daginn eftir. Nú svo þarftu að huga að andlegu heilsunni, líkamlegu og félagslegu því samfélagið krefst þess að við séum öll með næg verkefni og alltaf að, því annars ertu ekki að ná árangri eða hvað? Eða hvað felst í árangri fjölskyldunnar? Er það að allir sjái hversu vel þú stendur þig í lífskapphlaupinu sem er búið að temja okkur eða er það að rækta fjölskylduböndin eða jafnvel heilbrigð blanda af hvoru tveggja? Við heyrum jafnframt af því að foreldrar í dag gera menntakerfið og skólana í auknu mæli ábyrga fyrir uppeldi barnanna okkar en er það raunhæft, að leggja þær kröfur á fólk sem sjálft á börn og fjölskyldu og mætir í vinnuna, gerir sitt allra besta við að mennta börnin okkar í ákveðnum þáttum lífsins og svo segjum við fjölskyldan jæja þá er barnið búið að fá allt sem það þarf þetta árið því það mætti í skólann og fékk ákveðna færni sem er mæld á ákveðinn hátt? Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki kominn tími á að við lítum aðeins inná við. Fjölskyldan hefur ákveðið menntunarhlutverk líka, sem felst í öðruvísi lífsfærni en fæst úr menntakerfinu okkar. Hverjir bera ábyrgð á börnunum okkar Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn hefur verið sagt og því er ég sammála. Það þarf heilt samfélag en þá er ég ekki að meina Dúnu í næsta húsi heldur eru það kynslóðirnar sem á undan hafa komið, mamma og pabbi, amma og afi og svo frænkur og frændur. Það er bjargföst trú mín að við höfum tapað ýmsu á þessari vegferð sem við höfum verið á og við ætlum að vera svo sjálfstæð í því að klára okkur sjálf í gegnum uppeldi barnsins að við áttum okkur ekki alveg á því hvað það er sem barnið verður af í gegnum lífið en líka amma og afi. Á ákveðnum tímapunkti bjuggu þrjár kynslóðir undir einu þaki og allir tóku þátt í að ala upp barnið og kenna því á lífsins áskoranir, hvernig eigi að takast á við þær og hvaða lífsgildi þarf að hafa með sér í bakpokanum á því stórkostlega ferðalagi sem lífið er. Ég held að við ættum að líta aðeins tilbaka og gera okkur öll ábyrg fyrir því að koma að uppeldi barnsins, mynda tengsl milli kynslóða sem eru svo sterk og órjúfanleg að þau haldast fram yfir gröf og dauða. Við berum jú öll ábyrgð á menntun barnanna okkar en fjölskyldan þá allra mestu. Það er ekki bara menntakerfið sem hefur með öllu stærsta hlutverkið í uppeldi barnanna okkar. Það erum við - Fjölskyldan. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun