Telja hesta og ruslarottur fá betri snjómokstur Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 08:52 Ef rottur ækju bílum nytu þær betri vetrarþjónustu en íbúar Álfabrekku á Fáskrúðsfirði ef marka má bréf sem íbúarnir sendu sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Vísir/Getty/samsett Íbúar við Álfabrekku í efri byggðum Fáskrúðsfjarðar eru ósáttir við að vera á meðal alsíðustu íbúa til að fá götu sína rudda eftir snjókomu. Þeir telja „hesta og ruslarottur“ hærra skrifaðar þar sem vegur að gámavöllum og hesthúsum sé yfirleitt ruddur á undan þeirra götu. Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira