Gat ekki hætt að fróa sér í flugvélinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 20:20 Rapparinn Desiigner ber að ofan á sviði í Staples-höllinni árið 2017. Getty/Bennett Raglin Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika. Atvikið átti sér stað í flugvél Delta sem var á leið frá Tókýó til Minneapolis. Hinn 25 ára gamli Desiigner, réttu nafni Sidney Royel Selby III, var þar á leið heim úr ferðalagi um Asíu. Í dómsskjölum sem TMZ sem hefur undir höndum kemur fram að Desiigner hafi verið á fyrsta farrými þegar hann tók út getnaðarlim sinn í miðju flugi og byrjaði að fróa sér í sæti sínu. Flugfreyjur Delta báðu hann ítrekað að hætta því að fróa sér en hann hlýddi ekki. Að lokum þurfti að færa rapparann aftast í flugvélina þar sem tveir vina hans fylgdust með honum. Í skjali FBI kemur fram að þegar hann reis úr sæti sínu hafi vaselíndolla dottið á gólfið. Rapparinn Desiigner á hægri hönd ásamt tónlistarmanninum Kanye West á MTV verðlaunahátíðinni 2016. Kanye West kom Desiigner á kortið þegar Desiigner söng inn á lagið Father Stretch My Hands Part II á plötunni The Life of Pablo.Getty/Kvein Mazur Sagðist hafa verið „grjótharður“ og kenndi kynlífsleysi um Þegar flugvélin lenti í Minneapolis tók lögreglan á móti Desiigner og fór hann í skýrslutöku áður en honum var sleppt úr haldi. Við skýrslutöku sagði hann að ástæðan fyrir sjálfsfróuninni hafi verið að hann „hafi ekki fengið nægilega mikið á broddinn“ í Japan og hann hafi verið „grjótharður“ þegar hann kom í flugvélina. Þá sagðist hann einnig hafa örvast kynferðislega við að sjá eina flugfreyjuna og ákveðið að hefjast handa. Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að Desiigner hafi sagst ekki vera undir áhrifum lyfja. Honum hefðu verið áskrifuð lyf í Taílandi en hann hefði ekki tekið þau. Þá kemur fram í skjölunum að hann hafi ekki sýnt neina skerta færni til að tjá sig eða bregðast við spurningum. Lyf valdur að „efnafræðilegu ójafnvægi“ Þær upplýsingar stangast á við það sem rapparinn sagði um atvikið opinberlega. Í yfirlýsingu sem Desiigner gaf út á Instagram á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist hann hafa veikst á ferðalagi sínu í Taílandi og fengið áskrifuð lyf vegna veikindanna. Hann taldi þau hafa valdið „efnafræðilegu ójafnvægi“ í líkama hans og verið valdur að atvikinu. Hér má sjá yfirlýsingu Desiigner um atvikið.Skjáskot Í yfirlýsingunni sagðist hann ekki hafa verið í lagi andlega undanfarna mánuði og hann hafi ekki gert sér grein fyrir vandamálum sínum fyrr en nú. Hann sagðist skammast sín fyrir atvikið og að hann ætli að leggjast inn á viðeigandi stofnun til að fá hjálp. Einnig sagðist hann ætla að aflýsa öllum framtíðartónleikum sínum þar til annað kæmi í ljós. Þá sagði hann geðheilbrigði vera mikilvægt og bað fólk að biðja fyrir sér. „Ef ykkur líður ekki eins og ykkur sjálfum þá ættuð þið að leita ykkur hjálpar,“ sagði að lokum í yfirlýsingu rapparans. Rapparanum hefur ekkert gengið neitt sérstaklega vel á sviði tónlistarinnar frá því að fyrsta lag hans, smellurinn Panda, kom út árið 2016. Í raun mætti ganga svo langt að kalla hann „one hit wonder“. Hér fyrir neðan má heyra Panda sem kom honum á kortið: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=E5ONTXHS2mM">watch on YouTube</a> Tónlist Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25 Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Drepur alla sköpun að taka sig alvarlega og halda að maður sé eitthvað Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Drepur alla sköpun að taka sig alvarlega og halda að maður sé eitthvað Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Sjá meira
Atvikið átti sér stað í flugvél Delta sem var á leið frá Tókýó til Minneapolis. Hinn 25 ára gamli Desiigner, réttu nafni Sidney Royel Selby III, var þar á leið heim úr ferðalagi um Asíu. Í dómsskjölum sem TMZ sem hefur undir höndum kemur fram að Desiigner hafi verið á fyrsta farrými þegar hann tók út getnaðarlim sinn í miðju flugi og byrjaði að fróa sér í sæti sínu. Flugfreyjur Delta báðu hann ítrekað að hætta því að fróa sér en hann hlýddi ekki. Að lokum þurfti að færa rapparann aftast í flugvélina þar sem tveir vina hans fylgdust með honum. Í skjali FBI kemur fram að þegar hann reis úr sæti sínu hafi vaselíndolla dottið á gólfið. Rapparinn Desiigner á hægri hönd ásamt tónlistarmanninum Kanye West á MTV verðlaunahátíðinni 2016. Kanye West kom Desiigner á kortið þegar Desiigner söng inn á lagið Father Stretch My Hands Part II á plötunni The Life of Pablo.Getty/Kvein Mazur Sagðist hafa verið „grjótharður“ og kenndi kynlífsleysi um Þegar flugvélin lenti í Minneapolis tók lögreglan á móti Desiigner og fór hann í skýrslutöku áður en honum var sleppt úr haldi. Við skýrslutöku sagði hann að ástæðan fyrir sjálfsfróuninni hafi verið að hann „hafi ekki fengið nægilega mikið á broddinn“ í Japan og hann hafi verið „grjótharður“ þegar hann kom í flugvélina. Þá sagðist hann einnig hafa örvast kynferðislega við að sjá eina flugfreyjuna og ákveðið að hefjast handa. Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að Desiigner hafi sagst ekki vera undir áhrifum lyfja. Honum hefðu verið áskrifuð lyf í Taílandi en hann hefði ekki tekið þau. Þá kemur fram í skjölunum að hann hafi ekki sýnt neina skerta færni til að tjá sig eða bregðast við spurningum. Lyf valdur að „efnafræðilegu ójafnvægi“ Þær upplýsingar stangast á við það sem rapparinn sagði um atvikið opinberlega. Í yfirlýsingu sem Desiigner gaf út á Instagram á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist hann hafa veikst á ferðalagi sínu í Taílandi og fengið áskrifuð lyf vegna veikindanna. Hann taldi þau hafa valdið „efnafræðilegu ójafnvægi“ í líkama hans og verið valdur að atvikinu. Hér má sjá yfirlýsingu Desiigner um atvikið.Skjáskot Í yfirlýsingunni sagðist hann ekki hafa verið í lagi andlega undanfarna mánuði og hann hafi ekki gert sér grein fyrir vandamálum sínum fyrr en nú. Hann sagðist skammast sín fyrir atvikið og að hann ætli að leggjast inn á viðeigandi stofnun til að fá hjálp. Einnig sagðist hann ætla að aflýsa öllum framtíðartónleikum sínum þar til annað kæmi í ljós. Þá sagði hann geðheilbrigði vera mikilvægt og bað fólk að biðja fyrir sér. „Ef ykkur líður ekki eins og ykkur sjálfum þá ættuð þið að leita ykkur hjálpar,“ sagði að lokum í yfirlýsingu rapparans. Rapparanum hefur ekkert gengið neitt sérstaklega vel á sviði tónlistarinnar frá því að fyrsta lag hans, smellurinn Panda, kom út árið 2016. Í raun mætti ganga svo langt að kalla hann „one hit wonder“. Hér fyrir neðan má heyra Panda sem kom honum á kortið: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=E5ONTXHS2mM">watch on YouTube</a>
Tónlist Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25 Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Drepur alla sköpun að taka sig alvarlega og halda að maður sé eitthvað Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Drepur alla sköpun að taka sig alvarlega og halda að maður sé eitthvað Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Sjá meira
Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25
Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00