Bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum sem mættu á afhroðið gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2023 18:01 Leikmenn Tottenham máttu þola niðurlægjandi tap gegn Newastle um liðna helgi. Clive Brunskill/Getty Images Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham hafa boðið stuðningsmönnum sínum sem ferðuðust til Newcastle og sáu liðið niðurlægt gegn heimamönnum að endurgreiða þeim miðaverðið. Tottenham heimsótti Newcastle í afar mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti síðastliðinn sunnudag. Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Tottenham að mikið væri undir í leiknum því liðið fékk á sig fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og tapaði að lokum 6-1. Andlaus frammistaða er líklega ekki nægilega sterk lýsing á því sem liðsmenn Tottenham buðu stuðninsgmönnum sínum upp á. Raunar var frammistaða liðsins svo slæm að bráðabirgðastjórinn Cristian Stellini, sem hafði verið í þjálfarateymi Antonio Conte, var rekinn daginn eftir leikinn. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í fjórum leikjum. Leikmenn Tottenham hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins fyrir miðakaupin á leikinn. „Sem lið skiljum við pirringinn og reiðina. Við vitum að það sem við segjum mun ekki bæta fyrir þetta, en svona tap svíður,“ segir í yfirlýsingu leikmanna. „Við kunnum að meta ykkar stuðning, heima og að heiman, og með það í huga viljum við endurgreiða stuðningsmönnum miðaverðið á St. James' Park. Við vitum að það mun ekki breyta því sem gerðist á sunnudaginn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudaginn þar sem stuðningur ykkar mun enn og aftur skipta okkur öllu máli.“ The players have a message for our fans who went to Newcastle on Sunday... pic.twitter.com/HFfmo8R2iH— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 25, 2023 Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld í leik sem Lundúnaliðið verður einfaldlega að vinna til að halda veikri von sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili á lífi. Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Tottenham heimsótti Newcastle í afar mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti síðastliðinn sunnudag. Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Tottenham að mikið væri undir í leiknum því liðið fékk á sig fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og tapaði að lokum 6-1. Andlaus frammistaða er líklega ekki nægilega sterk lýsing á því sem liðsmenn Tottenham buðu stuðninsgmönnum sínum upp á. Raunar var frammistaða liðsins svo slæm að bráðabirgðastjórinn Cristian Stellini, sem hafði verið í þjálfarateymi Antonio Conte, var rekinn daginn eftir leikinn. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í fjórum leikjum. Leikmenn Tottenham hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins fyrir miðakaupin á leikinn. „Sem lið skiljum við pirringinn og reiðina. Við vitum að það sem við segjum mun ekki bæta fyrir þetta, en svona tap svíður,“ segir í yfirlýsingu leikmanna. „Við kunnum að meta ykkar stuðning, heima og að heiman, og með það í huga viljum við endurgreiða stuðningsmönnum miðaverðið á St. James' Park. Við vitum að það mun ekki breyta því sem gerðist á sunnudaginn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudaginn þar sem stuðningur ykkar mun enn og aftur skipta okkur öllu máli.“ The players have a message for our fans who went to Newcastle on Sunday... pic.twitter.com/HFfmo8R2iH— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 25, 2023 Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld í leik sem Lundúnaliðið verður einfaldlega að vinna til að halda veikri von sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili á lífi.
Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira