Dómsmálaráðherra segir ávinning af því að styrkja hælisleitendur til brottfarar Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2023 13:04 Jón Gunnarsson boðar reglugerð um styrki til hælisleitenda sem fengið hafa synjun um vernd eða dregið umsókn sína til baka til að hverfa aftur til síns heima. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir væntanlega reglugerð um styrki til hælisleitenda sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og hafa ýmist dregið umsókn sína til baka eða fengið synjun vera til hagsbóta fyrir báða aðila. Það væri ódýrara að styðja fólk til að yfirgefa landið sjálfviljugt en flytja það nauðugt úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sett drög að þessari reglugerð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar þar sem hægt er að koma á framfæri athugasemdum. Ef reglugerðardrögin verða gefin út óbreytt gildir hún eingöngu fyrir þá útlendinga sem dregið hafa umsókn sína um alþjóðlega vernd til baka eða verið synjað um hana af stjórnvöldum. Útlendingar sem koma frá ríkjum sem eru á lista Útlendingastofnunar yfir örugg upprunaríki eiga þó ekki rétt á enduraðlögunarstyrk. Dómsmálaráðherra segir ódýrara og betra fyrir alla aðila að hælisleitendur sem fengið hefðu synjun um vernd eða dregið umsókn sína um hana til baka, fari sjálfviljugir frá landinu.Vísir/Vilhelm Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða fullorðinn einstakling, barn eða fylgdarlaust barn. Styrkirnir eru þrenns konar. Í fyrsta lagi ferðastyrkur, í öðru lagi enduraðlögunarstyrkur og síðan viðbótarstyrkur. Ferðastyrkurinn getur verið á bilinu eitt til tvö hundruð evrur, enduraðlögunarstyrkurinn á bilinu eitt þúsund til þrjú þúsund evrur og viðbótarstyrkurinn ýmist 500 eða þúsund evrur ef sótt er um hann áður en frestur til heimfarar rennur út. Jóni Gunnarssyni tókst í fimmtu atrennu í marsmánuði það sem fyrri dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hafði ekki tekist, að koma í gegn breytingum á útlendingalögum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir reglugerðina setta til að samræma reglurnar hér því sem þekktist í Evrópulöndum. Hún væri einnig nauðsynleg í framhaldi nýrra útlendingalaga sem geri ráð fyrir að þjónusta við hælisleitendur falli niður eftir 30 daga frá synjun um vernd. „Þarna erum við að búa til hvata til að fólk fari í sjálfviljuga heimför til síns heimalands. Það er mikill ávinningur fyrir alla aðila í þeim efnum. Bæði fyrir náttúrlega einstaklingana sem hér eiga undir en ekki síður fyrir okkur og ríkissjóð. Það er dýrt að vera í þvinguðum brottförum,“ segir Jón. En alla jafna fylgja tveir lögregluþjónar þeim sem fluttur er úr landi. Styrkirnir væru til standa undir kostnaði við ferðlög og enduraðlögun í viðkomandi heimaríki. Til að standa til dæmis undir húsaleigu, námi, atvinnu eða öðrum verkefnum ísamstarfi við alþjóðastofnanir. „Það er alveg ljóst að það er mjög kostnaðarsamt að vera með það sem við köllum þvingaðar brottfarir. Brottfarir í lögreglufylgd. Það er einnig dýrt ef fólk er að dvelja hér mikið lengur en lög gera ráð fyrir. Þá teljum við að það sé gagnkvæmur ávinningur af þessu. Fyrir þá einstaklinga sem hér eiga undir og við erum að létta undir með þeim að koma sér fyrir í sínu heimalandi að nýju. En að sama skapi teljum við ávinning af þessu fyrir ríkissjóð,“ segir Jón Gunnarsson. Reikna megi með að reglugerðin taki gildi innan nokkurra vikna þegar búið verði að fara yfir umsagnir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 26. apríl 2023 08:35 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sett drög að þessari reglugerð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar þar sem hægt er að koma á framfæri athugasemdum. Ef reglugerðardrögin verða gefin út óbreytt gildir hún eingöngu fyrir þá útlendinga sem dregið hafa umsókn sína um alþjóðlega vernd til baka eða verið synjað um hana af stjórnvöldum. Útlendingar sem koma frá ríkjum sem eru á lista Útlendingastofnunar yfir örugg upprunaríki eiga þó ekki rétt á enduraðlögunarstyrk. Dómsmálaráðherra segir ódýrara og betra fyrir alla aðila að hælisleitendur sem fengið hefðu synjun um vernd eða dregið umsókn sína um hana til baka, fari sjálfviljugir frá landinu.Vísir/Vilhelm Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða fullorðinn einstakling, barn eða fylgdarlaust barn. Styrkirnir eru þrenns konar. Í fyrsta lagi ferðastyrkur, í öðru lagi enduraðlögunarstyrkur og síðan viðbótarstyrkur. Ferðastyrkurinn getur verið á bilinu eitt til tvö hundruð evrur, enduraðlögunarstyrkurinn á bilinu eitt þúsund til þrjú þúsund evrur og viðbótarstyrkurinn ýmist 500 eða þúsund evrur ef sótt er um hann áður en frestur til heimfarar rennur út. Jóni Gunnarssyni tókst í fimmtu atrennu í marsmánuði það sem fyrri dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hafði ekki tekist, að koma í gegn breytingum á útlendingalögum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir reglugerðina setta til að samræma reglurnar hér því sem þekktist í Evrópulöndum. Hún væri einnig nauðsynleg í framhaldi nýrra útlendingalaga sem geri ráð fyrir að þjónusta við hælisleitendur falli niður eftir 30 daga frá synjun um vernd. „Þarna erum við að búa til hvata til að fólk fari í sjálfviljuga heimför til síns heimalands. Það er mikill ávinningur fyrir alla aðila í þeim efnum. Bæði fyrir náttúrlega einstaklingana sem hér eiga undir en ekki síður fyrir okkur og ríkissjóð. Það er dýrt að vera í þvinguðum brottförum,“ segir Jón. En alla jafna fylgja tveir lögregluþjónar þeim sem fluttur er úr landi. Styrkirnir væru til standa undir kostnaði við ferðlög og enduraðlögun í viðkomandi heimaríki. Til að standa til dæmis undir húsaleigu, námi, atvinnu eða öðrum verkefnum ísamstarfi við alþjóðastofnanir. „Það er alveg ljóst að það er mjög kostnaðarsamt að vera með það sem við köllum þvingaðar brottfarir. Brottfarir í lögreglufylgd. Það er einnig dýrt ef fólk er að dvelja hér mikið lengur en lög gera ráð fyrir. Þá teljum við að það sé gagnkvæmur ávinningur af þessu. Fyrir þá einstaklinga sem hér eiga undir og við erum að létta undir með þeim að koma sér fyrir í sínu heimalandi að nýju. En að sama skapi teljum við ávinning af þessu fyrir ríkissjóð,“ segir Jón Gunnarsson. Reikna megi með að reglugerðin taki gildi innan nokkurra vikna þegar búið verði að fara yfir umsagnir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 26. apríl 2023 08:35 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 26. apríl 2023 08:35
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30
Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05