Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 10:46 Prakazrel „Pras“ Michel við dómshús í Washington-borg í síðasta mánuði. Pras tróð upp með félögum sínum í Fugees á Íslandi á hátindi ferils sveitarinnar árið 1997. AP/Andrew Harnik Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Réttarhöldin yfir Michel vöktu mikla athygli enda voru stórstjörnur og áhrifafólk á meðal vitna. Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio og Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gáfu meðal annar skýrslu fyrir dómi. Málið tengist óbeint stórfelldu fjársvikamáli í Malasíu þar sem þjóðarsjóður var rúinn inn að skinni. Ákæran gegn Michel var í tíu liðum og sakfelldi kviðdómur hann fyrir þá alla. Hann var meðal annars sakaður um að vinna fyrir erlent ríki án þess að gera grein fyrir þeim störfum, reyna að hafa áhrif á framburð vitna og að falsa gögn um framlög til stjórnmálaflokka, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Michel sögðu hann afar vonsvikinn með niðurstöðuna en að hún væri langt því frá endanleg. Leppaði kosningaframlög og reyndi að fá kínverskan andófsmann framseldan Forsaga málsins er sú að Michel, sem vann tvenn Grammy-verðlaun með Fugees á 10. áratugnum, var verulega fjárþurfi árið 2012. Þá naut hann góðs af því að hafa komist í kynni við Jho Low, malasískan kaupahéðin, sem var helst þekktur fyrir íburðarmiklar veislur og að fóðra vasa vestrænna stórstjarna árið 2006. Low sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir að draga sér 4,5 milljarða dollara úr malasíska þjóðarsjóðnum 1MDB. Á fyrsta áratug aldarinnar notaði hann féð til þess að lifa hátt og blanda geði við bandarískar stjörnur. Low fjármagnaði meðal annars kvikmynd DiCaprio „Úlfinn á Wall Street“. Saksóknarar héldu því fram að Michel hefði fallist á að beina um tveimur milljónum dollara, jafnvirði meira en 270 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóði Baracks Obama fyrir forsetakosningarnar 2012. Fyrir það hafi hann sjálfur þegið milljónir frá Low. Bandarísk kosningalög banna útlendingum að gefa stjórnmálaframboðum fé og því var Michel sakaður um að hjálpa Low að fela uppruna fjárins. Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu reyndi Michel að fá dómsmálaráðuneytið til þess að láta mál gegn Low vegna 1MDB-hneykslisins falla niður og senda Guo Wengui, kínverskan andófsmann, aftur til Kína. „Ókeypis peningur“ Michel hélt því fram fyrir dómi að um tuttugu milljónir dollara sem hann þáði frá Low hafi verið til þess að hjálpa Malasíumanninum að fá mynd af sér með Obama forseta. Hann hafi vissulega notað hluta fjárins til þess að greiða leið þriggja vina Low að fjáröflunarviðburði Obama en hann hafnaði því að það hafi verið að undirlagi Low. Lýsti Michel fénu sem hann þáði sem „ókeypis pening“. Saksóknarar bentu á að að Michel hefði seinna reynt að beita leppi sem hann fékk til þess að senda framboði Obama fé þrýstingi um að ræða ekki við rannsakendur. Hann hafi sent fólki smáskilaboð með frelsissímum (e. burner phone), að sögn AP-fréttastofunnar. Varðandi það að hann hefði aldrei skráð sig sem málsvari erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um bar Michel því við að lögmaður hans hefði aldrei upplýst hann um að það væri skylda. Low er á flótta en hann hefur haldið fram sakleysi sínu í malasíska fjárdráttarmálinu. Bandaríkin Kína Malasía Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Réttarhöldin yfir Michel vöktu mikla athygli enda voru stórstjörnur og áhrifafólk á meðal vitna. Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio og Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gáfu meðal annar skýrslu fyrir dómi. Málið tengist óbeint stórfelldu fjársvikamáli í Malasíu þar sem þjóðarsjóður var rúinn inn að skinni. Ákæran gegn Michel var í tíu liðum og sakfelldi kviðdómur hann fyrir þá alla. Hann var meðal annars sakaður um að vinna fyrir erlent ríki án þess að gera grein fyrir þeim störfum, reyna að hafa áhrif á framburð vitna og að falsa gögn um framlög til stjórnmálaflokka, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Michel sögðu hann afar vonsvikinn með niðurstöðuna en að hún væri langt því frá endanleg. Leppaði kosningaframlög og reyndi að fá kínverskan andófsmann framseldan Forsaga málsins er sú að Michel, sem vann tvenn Grammy-verðlaun með Fugees á 10. áratugnum, var verulega fjárþurfi árið 2012. Þá naut hann góðs af því að hafa komist í kynni við Jho Low, malasískan kaupahéðin, sem var helst þekktur fyrir íburðarmiklar veislur og að fóðra vasa vestrænna stórstjarna árið 2006. Low sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir að draga sér 4,5 milljarða dollara úr malasíska þjóðarsjóðnum 1MDB. Á fyrsta áratug aldarinnar notaði hann féð til þess að lifa hátt og blanda geði við bandarískar stjörnur. Low fjármagnaði meðal annars kvikmynd DiCaprio „Úlfinn á Wall Street“. Saksóknarar héldu því fram að Michel hefði fallist á að beina um tveimur milljónum dollara, jafnvirði meira en 270 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóði Baracks Obama fyrir forsetakosningarnar 2012. Fyrir það hafi hann sjálfur þegið milljónir frá Low. Bandarísk kosningalög banna útlendingum að gefa stjórnmálaframboðum fé og því var Michel sakaður um að hjálpa Low að fela uppruna fjárins. Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu reyndi Michel að fá dómsmálaráðuneytið til þess að láta mál gegn Low vegna 1MDB-hneykslisins falla niður og senda Guo Wengui, kínverskan andófsmann, aftur til Kína. „Ókeypis peningur“ Michel hélt því fram fyrir dómi að um tuttugu milljónir dollara sem hann þáði frá Low hafi verið til þess að hjálpa Malasíumanninum að fá mynd af sér með Obama forseta. Hann hafi vissulega notað hluta fjárins til þess að greiða leið þriggja vina Low að fjáröflunarviðburði Obama en hann hafnaði því að það hafi verið að undirlagi Low. Lýsti Michel fénu sem hann þáði sem „ókeypis pening“. Saksóknarar bentu á að að Michel hefði seinna reynt að beita leppi sem hann fékk til þess að senda framboði Obama fé þrýstingi um að ræða ekki við rannsakendur. Hann hafi sent fólki smáskilaboð með frelsissímum (e. burner phone), að sögn AP-fréttastofunnar. Varðandi það að hann hefði aldrei skráð sig sem málsvari erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um bar Michel því við að lögmaður hans hefði aldrei upplýst hann um að það væri skylda. Low er á flótta en hann hefur haldið fram sakleysi sínu í malasíska fjárdráttarmálinu.
Bandaríkin Kína Malasía Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59