Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 10:46 Prakazrel „Pras“ Michel við dómshús í Washington-borg í síðasta mánuði. Pras tróð upp með félögum sínum í Fugees á Íslandi á hátindi ferils sveitarinnar árið 1997. AP/Andrew Harnik Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Réttarhöldin yfir Michel vöktu mikla athygli enda voru stórstjörnur og áhrifafólk á meðal vitna. Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio og Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gáfu meðal annar skýrslu fyrir dómi. Málið tengist óbeint stórfelldu fjársvikamáli í Malasíu þar sem þjóðarsjóður var rúinn inn að skinni. Ákæran gegn Michel var í tíu liðum og sakfelldi kviðdómur hann fyrir þá alla. Hann var meðal annars sakaður um að vinna fyrir erlent ríki án þess að gera grein fyrir þeim störfum, reyna að hafa áhrif á framburð vitna og að falsa gögn um framlög til stjórnmálaflokka, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Michel sögðu hann afar vonsvikinn með niðurstöðuna en að hún væri langt því frá endanleg. Leppaði kosningaframlög og reyndi að fá kínverskan andófsmann framseldan Forsaga málsins er sú að Michel, sem vann tvenn Grammy-verðlaun með Fugees á 10. áratugnum, var verulega fjárþurfi árið 2012. Þá naut hann góðs af því að hafa komist í kynni við Jho Low, malasískan kaupahéðin, sem var helst þekktur fyrir íburðarmiklar veislur og að fóðra vasa vestrænna stórstjarna árið 2006. Low sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir að draga sér 4,5 milljarða dollara úr malasíska þjóðarsjóðnum 1MDB. Á fyrsta áratug aldarinnar notaði hann féð til þess að lifa hátt og blanda geði við bandarískar stjörnur. Low fjármagnaði meðal annars kvikmynd DiCaprio „Úlfinn á Wall Street“. Saksóknarar héldu því fram að Michel hefði fallist á að beina um tveimur milljónum dollara, jafnvirði meira en 270 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóði Baracks Obama fyrir forsetakosningarnar 2012. Fyrir það hafi hann sjálfur þegið milljónir frá Low. Bandarísk kosningalög banna útlendingum að gefa stjórnmálaframboðum fé og því var Michel sakaður um að hjálpa Low að fela uppruna fjárins. Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu reyndi Michel að fá dómsmálaráðuneytið til þess að láta mál gegn Low vegna 1MDB-hneykslisins falla niður og senda Guo Wengui, kínverskan andófsmann, aftur til Kína. „Ókeypis peningur“ Michel hélt því fram fyrir dómi að um tuttugu milljónir dollara sem hann þáði frá Low hafi verið til þess að hjálpa Malasíumanninum að fá mynd af sér með Obama forseta. Hann hafi vissulega notað hluta fjárins til þess að greiða leið þriggja vina Low að fjáröflunarviðburði Obama en hann hafnaði því að það hafi verið að undirlagi Low. Lýsti Michel fénu sem hann þáði sem „ókeypis pening“. Saksóknarar bentu á að að Michel hefði seinna reynt að beita leppi sem hann fékk til þess að senda framboði Obama fé þrýstingi um að ræða ekki við rannsakendur. Hann hafi sent fólki smáskilaboð með frelsissímum (e. burner phone), að sögn AP-fréttastofunnar. Varðandi það að hann hefði aldrei skráð sig sem málsvari erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um bar Michel því við að lögmaður hans hefði aldrei upplýst hann um að það væri skylda. Low er á flótta en hann hefur haldið fram sakleysi sínu í malasíska fjárdráttarmálinu. Bandaríkin Kína Malasía Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Réttarhöldin yfir Michel vöktu mikla athygli enda voru stórstjörnur og áhrifafólk á meðal vitna. Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio og Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gáfu meðal annar skýrslu fyrir dómi. Málið tengist óbeint stórfelldu fjársvikamáli í Malasíu þar sem þjóðarsjóður var rúinn inn að skinni. Ákæran gegn Michel var í tíu liðum og sakfelldi kviðdómur hann fyrir þá alla. Hann var meðal annars sakaður um að vinna fyrir erlent ríki án þess að gera grein fyrir þeim störfum, reyna að hafa áhrif á framburð vitna og að falsa gögn um framlög til stjórnmálaflokka, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Michel sögðu hann afar vonsvikinn með niðurstöðuna en að hún væri langt því frá endanleg. Leppaði kosningaframlög og reyndi að fá kínverskan andófsmann framseldan Forsaga málsins er sú að Michel, sem vann tvenn Grammy-verðlaun með Fugees á 10. áratugnum, var verulega fjárþurfi árið 2012. Þá naut hann góðs af því að hafa komist í kynni við Jho Low, malasískan kaupahéðin, sem var helst þekktur fyrir íburðarmiklar veislur og að fóðra vasa vestrænna stórstjarna árið 2006. Low sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir að draga sér 4,5 milljarða dollara úr malasíska þjóðarsjóðnum 1MDB. Á fyrsta áratug aldarinnar notaði hann féð til þess að lifa hátt og blanda geði við bandarískar stjörnur. Low fjármagnaði meðal annars kvikmynd DiCaprio „Úlfinn á Wall Street“. Saksóknarar héldu því fram að Michel hefði fallist á að beina um tveimur milljónum dollara, jafnvirði meira en 270 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóði Baracks Obama fyrir forsetakosningarnar 2012. Fyrir það hafi hann sjálfur þegið milljónir frá Low. Bandarísk kosningalög banna útlendingum að gefa stjórnmálaframboðum fé og því var Michel sakaður um að hjálpa Low að fela uppruna fjárins. Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu reyndi Michel að fá dómsmálaráðuneytið til þess að láta mál gegn Low vegna 1MDB-hneykslisins falla niður og senda Guo Wengui, kínverskan andófsmann, aftur til Kína. „Ókeypis peningur“ Michel hélt því fram fyrir dómi að um tuttugu milljónir dollara sem hann þáði frá Low hafi verið til þess að hjálpa Malasíumanninum að fá mynd af sér með Obama forseta. Hann hafi vissulega notað hluta fjárins til þess að greiða leið þriggja vina Low að fjáröflunarviðburði Obama en hann hafnaði því að það hafi verið að undirlagi Low. Lýsti Michel fénu sem hann þáði sem „ókeypis pening“. Saksóknarar bentu á að að Michel hefði seinna reynt að beita leppi sem hann fékk til þess að senda framboði Obama fé þrýstingi um að ræða ekki við rannsakendur. Hann hafi sent fólki smáskilaboð með frelsissímum (e. burner phone), að sögn AP-fréttastofunnar. Varðandi það að hann hefði aldrei skráð sig sem málsvari erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um bar Michel því við að lögmaður hans hefði aldrei upplýst hann um að það væri skylda. Low er á flótta en hann hefur haldið fram sakleysi sínu í malasíska fjárdráttarmálinu.
Bandaríkin Kína Malasía Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59