Í þættinum rústuðu þeir Ferrell og Styles borði þáttastjórnandans með sleggju og Biden sendi myndbandsskilaboð þar sem hann sagðist hissa á að Corden „hafi enst í nokkru starfi í heil átta ár“. Biden tilkynnti á dögunum að hann sækist eftir endurkjöri sem forseti og verði hann endurkjörinn má reikna með að hann muni þá sjálfur enst átta ár í sama starfi.
Í kveðjuorðum Corden var bæði að finna brandara, hlátur og hjartnæm skilaboð til áhorfanda. Biðlaði hann til bandarískra áhorfenda að láta ekki undan fólki sem reyni að kynda undir óeiningu í samfélaginu.
James offers some final thoughts as our final #LateLateShow comes to an end pic.twitter.com/2GbQTQS8kh
— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023
Corden sagði það hafa verið stórt skref fyrir sig og fjölskyldu sína að flytjast til Bandaríkjanna fyrir árum. Börnin tvö hafi verið mjög ung að árum og annað barn hafi svo bæst við á þessum árum.
„Við hófum gerð þáttanna með Obama, svo Trump, svo heimsfaraldur og ég hef fylgst með Bandaríkjunum breytast mjög mikið á þessum átta árum. Ég hef séð aukinn klofning og ég hef fundið fyrir aukinni neikvæðni og á ákveðnum tímapunktum sjóða upp úr.“
What... what just happened. pic.twitter.com/oUlORBOojY
— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023
Corden bað svo fólk að muna eftir því hvað Bandaríkin tákna í huga annarra í heiminum. „Allt mitt líf þá hefur þetta ávallt verið staður bjartsýni og gleði. Jú, Bandaríkin hefur galla, svo marga. En sýndu mér land þar sem það á ekki við,“ sagði Corden.
Aðrir þáttastjórnendur í bandarísku sjónvarpi – þeir Seth Myers, Jimmy Kimmel, Stephen Colbert, Jimmy Fallon og David Letterman – tóku svo þátt í grínatriði þar sem þeir ræddu hvað tæki nú við hjá Corden og rifust um hver myndi taka við keflinu með Carpool Karaoke – innslags sem hefur notið mikilla vinsælda í þáttum Corden þar sem hann fer á rúntinn, oftast með fræjum söngvurum, og syngur með lögum viðkomandi í bílnum.
Corden tók við spjallþættinum af grínistanum og leikaranum Craig Ferguson árið 2015. Þættirnir urðu um 1.200 talsins.