Hvað er í tísku í sumar? Smáralindin 28. apríl 2023 15:15 Stílisti HÉR ER kynnir hér brot af því besta af stærstu trendunum í sumar. HÉR ER er lífsstíls- og tískuvefsíða sem er orðin partur af okkar daglega net-rúnti. Þar er auðvelt að fá innblástur, hugmyndir og ráð um allt sem tengist tísku, fegurð, hönnun og lífsstíl. Stílisti HÉR ER tók saman stærstu trendin í sumar, hér er brot af því besta. Víðar gallabuxur og síð gallapils Gallaefnið tröllríður tískuheiminum um þessar mundir og við sjáum gallaskyrtur paraðar við gallabuxur, gallapils við gallajakka og svo framvegis. Yoko-gallabuxnasniðið frá Monki í Smáralind. Hvað gallabuxurnar varðar eru þær hafðar víðar og síðar, svolítið eins og þú hafir fengið þær lánaðar frá (miklu stærri og breiðari) kærasta. Gallabuxurnar fást í Zara í Smáralind og kosta 7.995 kr. Gallapils í ökklasídd verða líka eitt allra stærsta trend sumarsins og er óður til aldamótatískunnar. Þetta fallega síða gallapils fæst í Monki í Smáralind. Léttur lúxus Lúxusstíllinn Quiet Luxury inniheldur flíkur og fylgihluti úr gæðaefnum en án stórra og áberandi lógóa. Síðustu misserin hefur lúxusstíll sem kaninn kallar Quiet Luxury verið að trenda á samfélagsmiðlum. Í grunninn erum við að tala um flíkur og fylgihluti úr gæðaefnum, án þess að stórt og áberandi lógó sé í forgrunni. Tökum ítalska hátískumerkið Bottega Veneta sem dæmi. Flíkur sem litu í fljótu út fyrir að vera úr gallaefni, bómull og flannel voru allar úr leðri. Gott dæmi um að þú ein veist af lúxusnum. Við höldum áfram að sjá blazera og dragtir í yfirstærð, þannig að það sem þú átt nú þegar í fataskápnum mun þokkalega halda áfram að standa með þér á næstunni. Læmgrænn Læmgrænar flíkur og fylgihlutir eiga eftir að vera áberandi í sumar. Ef einhver litur var meira áberandi en annar á vor- og sumartískusýningarpöllunum var það læmgrænn. Ef þig vantar dass af sól og sumri inn í fataskápinn eftir langan og dimman vetur gæti flík eða fylgihlutur í þessum áberandi lit verið málið. Þessi fallegi læmgræni kjóll fæst í H&M í Smáralind. Karl Lagerfeld taskan fæst í Galleri 17 í Smáralind og kostar 49.995 kr. Trylltar og tröllvaxnar tuðrur Vinsælar töskur í dag eru bæði rúmgóðar og fallegar. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í tískuheiminum en hver man ekki eftir fáránlegu míní-töskunum sem slógu í gegn (allavega á Instagram) fyrir ekki svo löngu síðan? Nú ræður praktíkin ríkjum og það kunnum við að meta. Töskurnar sem eru að trenda geyma töluvert meira en eitt kreditkort, þú getur vel týnt aleigunni í þessum. Ballerínuskór Ballerínuskórnir hafa tekið vinsældarkipp á ný og koma í mörgum fallegum útfærslum. Í takt við tískuna á tíunda áratug síðustu aldar hafa ballerínuskórnir tekið vinsældarkipp. Tískuspekúlantar vestanhafs vilja meina að þessi týpa sé sú eina sem skiptir einhverju máli þegar skótrend næstu mánaða eru annars vegar. Metal Í sumar eigum við eftir að sjá kjóla, boli og meira að segja gallabuxur í metal-litum. Við erum ekki vön að tengja gull- og silfurflíkur við vor og sumar en í ár er undantekning frá reglunni. Kjólar, bolir og meira að segja gallabuxur verða í metal-litum. Skoða greinina í heild á HÉRER.is. Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið
Víðar gallabuxur og síð gallapils Gallaefnið tröllríður tískuheiminum um þessar mundir og við sjáum gallaskyrtur paraðar við gallabuxur, gallapils við gallajakka og svo framvegis. Yoko-gallabuxnasniðið frá Monki í Smáralind. Hvað gallabuxurnar varðar eru þær hafðar víðar og síðar, svolítið eins og þú hafir fengið þær lánaðar frá (miklu stærri og breiðari) kærasta. Gallabuxurnar fást í Zara í Smáralind og kosta 7.995 kr. Gallapils í ökklasídd verða líka eitt allra stærsta trend sumarsins og er óður til aldamótatískunnar. Þetta fallega síða gallapils fæst í Monki í Smáralind. Léttur lúxus Lúxusstíllinn Quiet Luxury inniheldur flíkur og fylgihluti úr gæðaefnum en án stórra og áberandi lógóa. Síðustu misserin hefur lúxusstíll sem kaninn kallar Quiet Luxury verið að trenda á samfélagsmiðlum. Í grunninn erum við að tala um flíkur og fylgihluti úr gæðaefnum, án þess að stórt og áberandi lógó sé í forgrunni. Tökum ítalska hátískumerkið Bottega Veneta sem dæmi. Flíkur sem litu í fljótu út fyrir að vera úr gallaefni, bómull og flannel voru allar úr leðri. Gott dæmi um að þú ein veist af lúxusnum. Við höldum áfram að sjá blazera og dragtir í yfirstærð, þannig að það sem þú átt nú þegar í fataskápnum mun þokkalega halda áfram að standa með þér á næstunni. Læmgrænn Læmgrænar flíkur og fylgihlutir eiga eftir að vera áberandi í sumar. Ef einhver litur var meira áberandi en annar á vor- og sumartískusýningarpöllunum var það læmgrænn. Ef þig vantar dass af sól og sumri inn í fataskápinn eftir langan og dimman vetur gæti flík eða fylgihlutur í þessum áberandi lit verið málið. Þessi fallegi læmgræni kjóll fæst í H&M í Smáralind. Karl Lagerfeld taskan fæst í Galleri 17 í Smáralind og kostar 49.995 kr. Trylltar og tröllvaxnar tuðrur Vinsælar töskur í dag eru bæði rúmgóðar og fallegar. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í tískuheiminum en hver man ekki eftir fáránlegu míní-töskunum sem slógu í gegn (allavega á Instagram) fyrir ekki svo löngu síðan? Nú ræður praktíkin ríkjum og það kunnum við að meta. Töskurnar sem eru að trenda geyma töluvert meira en eitt kreditkort, þú getur vel týnt aleigunni í þessum. Ballerínuskór Ballerínuskórnir hafa tekið vinsældarkipp á ný og koma í mörgum fallegum útfærslum. Í takt við tískuna á tíunda áratug síðustu aldar hafa ballerínuskórnir tekið vinsældarkipp. Tískuspekúlantar vestanhafs vilja meina að þessi týpa sé sú eina sem skiptir einhverju máli þegar skótrend næstu mánaða eru annars vegar. Metal Í sumar eigum við eftir að sjá kjóla, boli og meira að segja gallabuxur í metal-litum. Við erum ekki vön að tengja gull- og silfurflíkur við vor og sumar en í ár er undantekning frá reglunni. Kjólar, bolir og meira að segja gallabuxur verða í metal-litum. Skoða greinina í heild á HÉRER.is.
Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið