Ísland þurfi ekki á gullleit að halda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 15:28 Auður segir sífellt algengara að fyrirtæki stimpli sig sem græn án þess að eiga innistæðu fyrir því. Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. „Við getum ekki séð að þetta sé eitthvað sem Ísland þarf að fara út í,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, formaður Landverndar, um gullleit og leit að öðrum góðmálmum. Landvernd hafi hins vegar ekki markað sér ákveðna stefnu þegar kemur að gullleit. „Þetta hefur komið nokkuð oft upp á síðastliðnum áratugum en aldrei neitt orðið úr þessu. Þetta er mjög mikið inngrip í íslenska náttúru,“ segir hún. Eins og Vísir greindi frá á miðvikudag horfir kanadíska gullleitarfyrirtækið St-Georges til íslenskra jarðhitasvæða eftir að hafa greint sýni úr borholum og setlaugum við Reykjanesvirkjun. En í þeim fannst tiltekið magn af gulli, silfri, kopar og sinki. Rannsóknin var unnin að undirlagi íslenska dótturfyrirtækisins Iceland Resources, sem var áður í eigu feðga sem höfðu stundað umdeilda gullleit um áratuga skeið. Meðal annars í Þormóðsdal í Mosfellssveit og á Tröllaskaga. Gullleit litlu skilað „Alltaf eru nýir og nýir að reyna þetta en aldrei finnst gull í vinnanlegu magni. Tilkynnt er um nýjar tæknilausnir sem skila hins vegar ekki því sem þær eiga að skila,“ segir Auður um gullleitina hér á Íslandi. Hún segist þó ekki hafa þekkinguna til að geta fullyrt að útséð sé hvort gull í vinnanlegu magni sé hér til á Íslandi. Gullleit á Íslandi hófst árið 1905 þegar menn töldu sig hafa fundið gullæð í vatnsborholu í Vatnsmýrinni. Kom í ljós að um kopar var að ræða. Önnur tilraun var gerð í Vatnsmýrinni á þriðja áratug síðustu aldar. Túlkun Halldórs Baldurssonar á gullleitinni umdeildu.Halldór Baldursson Eftir áratuga hlé byrjaði svo gullleit aftur á tíunda áratugnum, einkum í Þormóðsdal. Síðan þá hafa meðal annars verið gefin út rannsóknarleyfi í Vopnafirði, Héraðsflóa og á Reykjanesi. Í íslensku basalti er meðalstyrkur gulls 0,007 grömm á hvert tonn og þykir landið því frekar óvænlegt til gullgraftar, sem fylgir mikið jarðrask. Græn mengun næsta skref St-Georges titlar sig sem umhverfisvænt námufyrirtæki (eco-mining). Það er að kolefnissporið sé minna en í venjulegum námagreftri og nýtingin betri. Auður segist ekki hafa skoðað sögu þessa fyrirtækis mjög vel en hins vegar sé það orðið sífellt algengara að fyrirtæki, oft í mengandi iðnaði, skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Það er svokallaður grænþvottur. „Í dag er mjög mikið talað um grænt hitt og grænt þetta en það er voða lítið á bak við það,“ segir Auður. „Námagröftur er alltaf subbulegur iðnaður. Við bíðum eftir því að einhver auglýsi græna mengun. Það hlýtur að vera næsta skref,“ segir hún. Orkan fer í orkuskipti Auður segist mótfallin gullleit á íslenskum jarðhitasvæðum sem og öðrum svæðum á landinu. Það sé heldur ekki pláss fyrir hana. Óumdeilt sé að stefna ríkisstjórnarinnar sé að koma á orkuskiptum. „Orkuskiptin eru forgangsverkefni næstu áratuga. Orkan hérna er ekki til sölu í annað og nýr orkufrekur iðnaður ekki uppi á borðinu,“ segir Auður. Umhverfismál Námuvinnsla Jarðhiti Tengdar fréttir Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
„Við getum ekki séð að þetta sé eitthvað sem Ísland þarf að fara út í,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, formaður Landverndar, um gullleit og leit að öðrum góðmálmum. Landvernd hafi hins vegar ekki markað sér ákveðna stefnu þegar kemur að gullleit. „Þetta hefur komið nokkuð oft upp á síðastliðnum áratugum en aldrei neitt orðið úr þessu. Þetta er mjög mikið inngrip í íslenska náttúru,“ segir hún. Eins og Vísir greindi frá á miðvikudag horfir kanadíska gullleitarfyrirtækið St-Georges til íslenskra jarðhitasvæða eftir að hafa greint sýni úr borholum og setlaugum við Reykjanesvirkjun. En í þeim fannst tiltekið magn af gulli, silfri, kopar og sinki. Rannsóknin var unnin að undirlagi íslenska dótturfyrirtækisins Iceland Resources, sem var áður í eigu feðga sem höfðu stundað umdeilda gullleit um áratuga skeið. Meðal annars í Þormóðsdal í Mosfellssveit og á Tröllaskaga. Gullleit litlu skilað „Alltaf eru nýir og nýir að reyna þetta en aldrei finnst gull í vinnanlegu magni. Tilkynnt er um nýjar tæknilausnir sem skila hins vegar ekki því sem þær eiga að skila,“ segir Auður um gullleitina hér á Íslandi. Hún segist þó ekki hafa þekkinguna til að geta fullyrt að útséð sé hvort gull í vinnanlegu magni sé hér til á Íslandi. Gullleit á Íslandi hófst árið 1905 þegar menn töldu sig hafa fundið gullæð í vatnsborholu í Vatnsmýrinni. Kom í ljós að um kopar var að ræða. Önnur tilraun var gerð í Vatnsmýrinni á þriðja áratug síðustu aldar. Túlkun Halldórs Baldurssonar á gullleitinni umdeildu.Halldór Baldursson Eftir áratuga hlé byrjaði svo gullleit aftur á tíunda áratugnum, einkum í Þormóðsdal. Síðan þá hafa meðal annars verið gefin út rannsóknarleyfi í Vopnafirði, Héraðsflóa og á Reykjanesi. Í íslensku basalti er meðalstyrkur gulls 0,007 grömm á hvert tonn og þykir landið því frekar óvænlegt til gullgraftar, sem fylgir mikið jarðrask. Græn mengun næsta skref St-Georges titlar sig sem umhverfisvænt námufyrirtæki (eco-mining). Það er að kolefnissporið sé minna en í venjulegum námagreftri og nýtingin betri. Auður segist ekki hafa skoðað sögu þessa fyrirtækis mjög vel en hins vegar sé það orðið sífellt algengara að fyrirtæki, oft í mengandi iðnaði, skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Það er svokallaður grænþvottur. „Í dag er mjög mikið talað um grænt hitt og grænt þetta en það er voða lítið á bak við það,“ segir Auður. „Námagröftur er alltaf subbulegur iðnaður. Við bíðum eftir því að einhver auglýsi græna mengun. Það hlýtur að vera næsta skref,“ segir hún. Orkan fer í orkuskipti Auður segist mótfallin gullleit á íslenskum jarðhitasvæðum sem og öðrum svæðum á landinu. Það sé heldur ekki pláss fyrir hana. Óumdeilt sé að stefna ríkisstjórnarinnar sé að koma á orkuskiptum. „Orkuskiptin eru forgangsverkefni næstu áratuga. Orkan hérna er ekki til sölu í annað og nýr orkufrekur iðnaður ekki uppi á borðinu,“ segir Auður.
Umhverfismál Námuvinnsla Jarðhiti Tengdar fréttir Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45