„Við stækkuðum um helming“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. apríl 2023 20:09 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. „Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
„Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00