Mikael var á sínum stað í byrjunarliði AGF og kom liðinu í forystu eftir tæplega tuttugu mínútna leik. Hann var svo tekinn af velli þegar um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Mikael og félagar voru án sigurs í seinustu tveimur deildarleikjum, en með sigrinum í dag heldur liðið sér enn í baráttunni um Evrópudæti.
AGF situr í fjórða sæti efri hluta dönsku deildarinnar með 43 stig eftir 27 leiki, þremur stigum minna en Viborg sem situr í þriðja sæti. Þriðja sætið gefur þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildarinnar.