Segir að dómarinn hafi eitthvað á móti Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 09:32 Jürgen Klopp er ekki stærsti aðdáandi Paul Tierney. Marc Atkins/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kampakátur eftir dramatískan 4-3 sigur liðsins gegn Tottenham í gær. Þrátt fyrir það tók hann sér góðan tíma í að láta dómara leiksins, Paul Tierney, heyra það. Þjóðverjinn var allt annað en sáttur við það að Tierney skyldi dæma aukaspyrnu á lokakafla leiksins. Aukaspyrnu sem Heung-Min Son tók fyrir Tottenham og Richarlison jafnaði metin í 3-3 á þriðju mínútu uppbótartíma. Diogo Jota endurheimti þó forystu Liverpool örfáum andartökum síðar og tryggði liðinu þar með dramatískan 4-3 sigur. Klopp fagnaði markinu vel og innilega og lét óánægju sína um leið í ljós við fjórða dómara leiksins. Raunar missti þjálfarinn sig svo mikið í gleðinni að hann virtist togna aftan á læri í fagnaðarlátunum og Paul Tierney sýndi honum gula spjaldið fyrir athæfi sitt fyrir framan fjórða dómarann. „Við eigum okkar sögu með Tierney og ég veit í rauninni ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports. „Hann hefur sjálfur sagt að það séu engin vandamál okkar á milli, en það bara getur ekki verið satt.“ „Hvernig hann horfir á mig er eitthvað sem ég skil ekki. Hér á Englandi þarf enginn að útskýra neitt svona og það er virkilega erfitt að skilja þetta. Það sem hann sagði við mig þegar hann sýndi mér gula spjaldið var ekki í lagi,“ bætti Klopp við, án þess þó að taka það fram hvað Tierney á að hafa sagt við hann. "I really don’t know what this man has with us."Jurgen Klopp questioned whether referee Paul Tierney has a problem with Liverpool.#LFC | #PL pic.twitter.com/dkAbvw2HVa— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 30, 2023 Enska dómarasambandið PGMOL sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sambandið segir að Tierney hafi verið fagmannlegur í sinni nálgun. „PGMOL veit af ummælum Jürgen Klopp eftir leik liðs hans gegn Tottenham Hotspur.“ „Samskipti dómara í ensku úrvalsdeildinni eru tekin upp í öllum leikjum í gegnum samskiptabúnað þeirra og eftir að hafa farið yfir hljóðupptöku Paul Tierney úr leik dagsins getum við staðfest að hann hafi verið fagmannlegur í sínu starfi, meðal annars þegar hann aðvaraði þjálfara Liverpool.“ Þess vegna vísum við öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Tierney á bug,“ segir í ýfirlýsingu sambandsins. The PGMOL have released a statement after Jurgen Klopp’s comments about referee Paul Tierney following Liverpool’s 4-3 victory over Tottenham. pic.twitter.com/QNJt1wEBf3— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Þjóðverjinn var allt annað en sáttur við það að Tierney skyldi dæma aukaspyrnu á lokakafla leiksins. Aukaspyrnu sem Heung-Min Son tók fyrir Tottenham og Richarlison jafnaði metin í 3-3 á þriðju mínútu uppbótartíma. Diogo Jota endurheimti þó forystu Liverpool örfáum andartökum síðar og tryggði liðinu þar með dramatískan 4-3 sigur. Klopp fagnaði markinu vel og innilega og lét óánægju sína um leið í ljós við fjórða dómara leiksins. Raunar missti þjálfarinn sig svo mikið í gleðinni að hann virtist togna aftan á læri í fagnaðarlátunum og Paul Tierney sýndi honum gula spjaldið fyrir athæfi sitt fyrir framan fjórða dómarann. „Við eigum okkar sögu með Tierney og ég veit í rauninni ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports. „Hann hefur sjálfur sagt að það séu engin vandamál okkar á milli, en það bara getur ekki verið satt.“ „Hvernig hann horfir á mig er eitthvað sem ég skil ekki. Hér á Englandi þarf enginn að útskýra neitt svona og það er virkilega erfitt að skilja þetta. Það sem hann sagði við mig þegar hann sýndi mér gula spjaldið var ekki í lagi,“ bætti Klopp við, án þess þó að taka það fram hvað Tierney á að hafa sagt við hann. "I really don’t know what this man has with us."Jurgen Klopp questioned whether referee Paul Tierney has a problem with Liverpool.#LFC | #PL pic.twitter.com/dkAbvw2HVa— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 30, 2023 Enska dómarasambandið PGMOL sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sambandið segir að Tierney hafi verið fagmannlegur í sinni nálgun. „PGMOL veit af ummælum Jürgen Klopp eftir leik liðs hans gegn Tottenham Hotspur.“ „Samskipti dómara í ensku úrvalsdeildinni eru tekin upp í öllum leikjum í gegnum samskiptabúnað þeirra og eftir að hafa farið yfir hljóðupptöku Paul Tierney úr leik dagsins getum við staðfest að hann hafi verið fagmannlegur í sínu starfi, meðal annars þegar hann aðvaraði þjálfara Liverpool.“ Þess vegna vísum við öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Tierney á bug,“ segir í ýfirlýsingu sambandsins. The PGMOL have released a statement after Jurgen Klopp’s comments about referee Paul Tierney following Liverpool’s 4-3 victory over Tottenham. pic.twitter.com/QNJt1wEBf3— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira