Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 11:33 Frá móttöku flóttamanna í Sádi-Arabíu fyrr í vikunni. AP Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi. Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi.
Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent