Frekari afglöp við afglæpavæðingu Halldór Auðar Svansson skrifar 2. maí 2023 08:01 Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fíkn Alþingi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun