Ásmundur sakaður um siðleysi vegna leiðsögumennsku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 22:30 Ásmundur Friðriksson segist nýta frítíma sinn eins og honum sýnist. Vilhelm Gunnarsson Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna leiðsögumannaverkefnis í Vestmannaeyjum. Ásmundur segist hafa rétt til að nýta sitt sumarfrí eins og honum sýnist. „Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann.
Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25