Staðreyndaúttektir í einelti- og áreitnimálum á vinnustöðum Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 3. maí 2023 09:01 Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun