Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima Máni Snær Þorláksson skrifar 3. maí 2023 17:00 Gamestöðin lokar verslun sinni í Kringlunni um helgina. Vísir/Hanna/Facebook Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum. Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“ Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“
Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent