Sýknaður af nauðgun í vinnustaðaferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 10:40 Eigandinn og konan voru saman í stefnumótunarferð á vegum fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Eigandi fyrirtækis sem ákærður var fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á hótelherbergi í starfsmannaferð árið 2015 hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Eigandi fyrirtækis sem ákærður var fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á hótelherbergi í starfsmannaferð árið 2015 hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Málsatvikum er þannig lýst í dómi héraðsdóms að eigandinn hafi farið með konunni og fimm öðrum samstarfsfélögum í stefnumótunarferð þann 21. febrúar. Þar hafi verið gist yfir nótt. Hafi ruðst inn á hótelherbergið Er því lýst þannig að konan hafi farið inn á hótelherbergi sitt um tíuleytið að kvöldi. Hún hafi verið þreytt eftir daginn og ekki neytt áfengis. Um hálfsexleytið um morguninn hafi ákærði ruðst inn á herbergið hennar en hún vissi ekki hvernig hann hefði komist inn. Lýsir hún því að hann hafi berháttað sig og stokkið upp í rúm til hennar þar sem hún hafi legið nakin undir sænginni. Hann hafi svo reynt að kyssa hana og „ná sínu fram“ og haldið framhandleggjum hennar föstum. Þá var konan spurð hversu langt hinn ákærði hefði komist og sagði hún þá að hann hefðui reynt að koma kynfærum sínum inn í hennar en hún komið í veg fyrir það með því að klemma saman fótleggina. Segir konan að honum hafi tekist í nokkur skipti að setja einn eða tvo fingur inn í leggöng hennar. Þegar hún hafi barist á móti hafi hann sagt setningar eins og: „Veistu ekki hver ég er?“ og „það segir sko enginn nei við mig.“ Hún hefði svarað því að þetta kæmi ekki til greina, hún ætti mann og hefði engan áhuga á ákærða, enda væri hann giftur. „Hálfgerður feluleikur“ í morgunmatnum Í dómi héraðsdóms er haft eftir konunni að hún hafi að lokum komist undan þegar maðurinn hafi gefist upp og sofnað. Þegar klukkan hafi gengið sjö hafi hún flúið herbergið yfir í herbergi samstarfskonu. Þá lýsir hún því að hún hafi ásamt tveimur samstarfskonum farið í hálfgerðu áfalli í morgunmat og konan lömuð af hræðslu. Þar hefði hafist hálfgerður feluleikur til þess að aðrir samstarfsmenn áttuðu sig ekki á því hvað hefði gengið á. Spáð hafi verið óveðri þennan dag og því var heimförinni flýtt. Í dómi héraðsdóms er haft eftir konunni að hún hafi þá manað sig upp í að fara aftur upp á eigið herbergi og drösla ákærða úr rúminu sínu og hent honum út úr herberginu til þess að geta tekið dótið sitt saman. Bílferðin heim hafi svo verið ótrúlega erfið. Þá segist konan hafa mætt til vinnu á mánudagsmorgni. Samstarfsmaður hennar hafi skynjað að eitthvað hefði gengið á og gengið á samstarfskonu hennar sem sagði honum hvað hefði gerst. Hinn ákærði hafi svo hringt í hana um miðja viku og beðist afsökunar. Hún hafi unnið í opnu rými og sagðist því ekki hafa fundist hún geta sagt neitt nema „allt í lagi.“ Hún hafi upplifað mikla skömm og óttast um starf sitt. Leið illa út af metoo-umræðunni Þá er því lýst í dómi héraðsdóms að þegar metoo byltingin hafi staðið sem hæst í lok árs 2017 eða byrjun 2018 hafi maðurinn óvænt mætt á skrifstofuna hennar. Hún hafi haldið að þetta væri vinnutengt en maðurinn sagði þá að sér liði svo illa út af metoo umræðunni og fundist hann þurfa að biðja hana afsökunar á hegðun sinni. Honum hefði ekki fundist hann hafa ger tþað almennilega. Í apríl 2018 segist konan svo hafa hrunið niður. Undir lok 2018 ákvað hún svo að segja upp starfi sínu og greindi hún frá því að það hefði verið vegna kynferðislegrar áreitni. Lögregla spurði konuna nánar út í sáttafund sem hún fór á í árslok 2019. Segir konan að þar hafi lögmaður hennar og lögmaður mannsins farið yfir málin og reynt að ná saman um greiðslu til hennar. Kemur fram að henni hafi verið boðin þriggja mánaða laun að launum hennar á nýjum vinnustað frádregnum. Konan segir fyrir dómi að hún hafi tekið því sem svo að bæturnar væru boðnar af hálfu ákærða en hún hefði ekki verið sátt við boðið og á endanum ákveðið að kæra manninn til lögreglu. Fékk „undarlega flugu“ í höfuðið Þá er haft eftir hinum ákærða í dómi héraðsdóms að hann hafi umrætt kvöld setið lengi fram eftir við drykkju ásamt einum samstarfsmanni. Þeir hafi svo farið inn á herbergi á sama tíma um klukkan fimm að morgni. Maðurinn segist hafa verið drukkinn en þó ekki ofurölvi og segist hann hafa munað atvik vel. Á leiðinni í herbergið hefði hann fengið þá „undarlegu flugu“í höfuðið að fara inn íherbergi til brotaþola. Hann hefði ímyndað sér að hún hefði gefið honum undir fótinn yfir daginn en áttaði sig á því að þetta hefði verið rangt og „dómgreindarbrestur“ af hans hálfu. Konan hafi tekið á móti honum og gert honum strax grein fyrir því að ekkert slíkt væri í boði. Hann hefði engu að síður „suðað“ í henni um kynlíf og beðið um að fá að koma til hennar og kyssa hana. Engar snertingar hafi verið á milli þeirra og segist hann svo hafa farið úr jakkanum, skónum og buxunum og upp í annað rúm og sofnað. Hafi ekki gengist við nauðgun Maðurinn segir fyrir dómi að ekkert hafi skyggt á samskipti þeirra í þau fjögur ár sem þau hafi unnið saman eftir þetta. Hann hefði beðið hana afsökunar eftir metoo bylgjuna. Hún hefði svo sagt upp störfum síðar um árið og sagst vera ósátt við starfslok sín. Hann teldi sig hinsvegar hafa tekið ábyrgð á málinu og meðal annars verið ávíttur af stjórn fyrirtækisins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ekkert hafi komið fram sem dregur úr trúverðugleika annars hvors þeirra. Maðurinn hafi gengist við ákveðinni háttsemi sem sé til þess fallin að valda vanlíðan en ekki verði lesið úr afsökunarbeiðnum hans að atvikið hafi verið nauðgun eða að hann hafi játað slíkt. Að sama skapi segir héraðsdómur að konan hafi ekki nefnt nauðgun, tilraun til nauðgunar eða lýst atvikum með nákvæmum hætti. Ekki liggi fyrir að hún hafi greint einhverjum frá því að maðurinn hefði nauðgað henni. „Raunar virðist af atvikum öllum sem brotaþoli hafi í fyrstu ekki upplifað háttsemi ákærða sem nauðgun eða tilraun til nauðgunarheldur sem kynferðislega áreitni.“ Dómsmál MeToo Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Eigandi fyrirtækis sem ákærður var fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á hótelherbergi í starfsmannaferð árið 2015 hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Málsatvikum er þannig lýst í dómi héraðsdóms að eigandinn hafi farið með konunni og fimm öðrum samstarfsfélögum í stefnumótunarferð þann 21. febrúar. Þar hafi verið gist yfir nótt. Hafi ruðst inn á hótelherbergið Er því lýst þannig að konan hafi farið inn á hótelherbergi sitt um tíuleytið að kvöldi. Hún hafi verið þreytt eftir daginn og ekki neytt áfengis. Um hálfsexleytið um morguninn hafi ákærði ruðst inn á herbergið hennar en hún vissi ekki hvernig hann hefði komist inn. Lýsir hún því að hann hafi berháttað sig og stokkið upp í rúm til hennar þar sem hún hafi legið nakin undir sænginni. Hann hafi svo reynt að kyssa hana og „ná sínu fram“ og haldið framhandleggjum hennar föstum. Þá var konan spurð hversu langt hinn ákærði hefði komist og sagði hún þá að hann hefðui reynt að koma kynfærum sínum inn í hennar en hún komið í veg fyrir það með því að klemma saman fótleggina. Segir konan að honum hafi tekist í nokkur skipti að setja einn eða tvo fingur inn í leggöng hennar. Þegar hún hafi barist á móti hafi hann sagt setningar eins og: „Veistu ekki hver ég er?“ og „það segir sko enginn nei við mig.“ Hún hefði svarað því að þetta kæmi ekki til greina, hún ætti mann og hefði engan áhuga á ákærða, enda væri hann giftur. „Hálfgerður feluleikur“ í morgunmatnum Í dómi héraðsdóms er haft eftir konunni að hún hafi að lokum komist undan þegar maðurinn hafi gefist upp og sofnað. Þegar klukkan hafi gengið sjö hafi hún flúið herbergið yfir í herbergi samstarfskonu. Þá lýsir hún því að hún hafi ásamt tveimur samstarfskonum farið í hálfgerðu áfalli í morgunmat og konan lömuð af hræðslu. Þar hefði hafist hálfgerður feluleikur til þess að aðrir samstarfsmenn áttuðu sig ekki á því hvað hefði gengið á. Spáð hafi verið óveðri þennan dag og því var heimförinni flýtt. Í dómi héraðsdóms er haft eftir konunni að hún hafi þá manað sig upp í að fara aftur upp á eigið herbergi og drösla ákærða úr rúminu sínu og hent honum út úr herberginu til þess að geta tekið dótið sitt saman. Bílferðin heim hafi svo verið ótrúlega erfið. Þá segist konan hafa mætt til vinnu á mánudagsmorgni. Samstarfsmaður hennar hafi skynjað að eitthvað hefði gengið á og gengið á samstarfskonu hennar sem sagði honum hvað hefði gerst. Hinn ákærði hafi svo hringt í hana um miðja viku og beðist afsökunar. Hún hafi unnið í opnu rými og sagðist því ekki hafa fundist hún geta sagt neitt nema „allt í lagi.“ Hún hafi upplifað mikla skömm og óttast um starf sitt. Leið illa út af metoo-umræðunni Þá er því lýst í dómi héraðsdóms að þegar metoo byltingin hafi staðið sem hæst í lok árs 2017 eða byrjun 2018 hafi maðurinn óvænt mætt á skrifstofuna hennar. Hún hafi haldið að þetta væri vinnutengt en maðurinn sagði þá að sér liði svo illa út af metoo umræðunni og fundist hann þurfa að biðja hana afsökunar á hegðun sinni. Honum hefði ekki fundist hann hafa ger tþað almennilega. Í apríl 2018 segist konan svo hafa hrunið niður. Undir lok 2018 ákvað hún svo að segja upp starfi sínu og greindi hún frá því að það hefði verið vegna kynferðislegrar áreitni. Lögregla spurði konuna nánar út í sáttafund sem hún fór á í árslok 2019. Segir konan að þar hafi lögmaður hennar og lögmaður mannsins farið yfir málin og reynt að ná saman um greiðslu til hennar. Kemur fram að henni hafi verið boðin þriggja mánaða laun að launum hennar á nýjum vinnustað frádregnum. Konan segir fyrir dómi að hún hafi tekið því sem svo að bæturnar væru boðnar af hálfu ákærða en hún hefði ekki verið sátt við boðið og á endanum ákveðið að kæra manninn til lögreglu. Fékk „undarlega flugu“ í höfuðið Þá er haft eftir hinum ákærða í dómi héraðsdóms að hann hafi umrætt kvöld setið lengi fram eftir við drykkju ásamt einum samstarfsmanni. Þeir hafi svo farið inn á herbergi á sama tíma um klukkan fimm að morgni. Maðurinn segist hafa verið drukkinn en þó ekki ofurölvi og segist hann hafa munað atvik vel. Á leiðinni í herbergið hefði hann fengið þá „undarlegu flugu“í höfuðið að fara inn íherbergi til brotaþola. Hann hefði ímyndað sér að hún hefði gefið honum undir fótinn yfir daginn en áttaði sig á því að þetta hefði verið rangt og „dómgreindarbrestur“ af hans hálfu. Konan hafi tekið á móti honum og gert honum strax grein fyrir því að ekkert slíkt væri í boði. Hann hefði engu að síður „suðað“ í henni um kynlíf og beðið um að fá að koma til hennar og kyssa hana. Engar snertingar hafi verið á milli þeirra og segist hann svo hafa farið úr jakkanum, skónum og buxunum og upp í annað rúm og sofnað. Hafi ekki gengist við nauðgun Maðurinn segir fyrir dómi að ekkert hafi skyggt á samskipti þeirra í þau fjögur ár sem þau hafi unnið saman eftir þetta. Hann hefði beðið hana afsökunar eftir metoo bylgjuna. Hún hefði svo sagt upp störfum síðar um árið og sagst vera ósátt við starfslok sín. Hann teldi sig hinsvegar hafa tekið ábyrgð á málinu og meðal annars verið ávíttur af stjórn fyrirtækisins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ekkert hafi komið fram sem dregur úr trúverðugleika annars hvors þeirra. Maðurinn hafi gengist við ákveðinni háttsemi sem sé til þess fallin að valda vanlíðan en ekki verði lesið úr afsökunarbeiðnum hans að atvikið hafi verið nauðgun eða að hann hafi játað slíkt. Að sama skapi segir héraðsdómur að konan hafi ekki nefnt nauðgun, tilraun til nauðgunar eða lýst atvikum með nákvæmum hætti. Ekki liggi fyrir að hún hafi greint einhverjum frá því að maðurinn hefði nauðgað henni. „Raunar virðist af atvikum öllum sem brotaþoli hafi í fyrstu ekki upplifað háttsemi ákærða sem nauðgun eða tilraun til nauðgunarheldur sem kynferðislega áreitni.“
Dómsmál MeToo Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira