„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 13:30 Stjörnumenn enduðu í 6. sæti Olís-deildar karla og duttu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, 2-0. vísir/hulda margrét Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. „Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum. Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira
„Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum.
Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira