Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 17:53 Ed Sheeran í New York í dag. AP/John Minchillo Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Let‘s Get It On kom út árið 1973 og þykir klassískt lag sem hefur ítrekað verið spilað í útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum í gegnum árin. Thinking Out Loud kom út árið 2014 og hefur notið gífurlegra vinsælda. Sheeran vann til að mynda Grammy verðlaun fyrir besta lagið það ár. Sheeran var bitni í réttarhöldunum og hélt hann því þá fram að Let‘s Get It On hefði ekki verið í huga hans þegar hann samdi Thinking Out Loud. Hann tók meðal annars upp gítar í vitnastúkunni, spilaði lagið og lýsti ferlinu þegar hann samdi það. Þá sagðist Sheeran oft ekki leggja mikinn tíma í að semja lög sín heldur yrðu þau til úr því sem gengi á í lífi hans á hverjum tímapunkti. Sjá einnig: Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Hann sagðist hafa samið lagið með vini sínum Amy Wadge og að uppljómunin hefði komið vegna nýs sambands sem hann var í og frá sambandi ömmu hans og afa. Kathryn Townsend Griffin, dóttir tónlistarmannsins Ed Townsdend fyrir utan dómshúsið í New York í dag.AP/John Minchillo Sheeran sagði einnig að hann þyrfti að vera algjört fífl til að stela einhverju frægasta lagi heims og flytja það ítrekað fyrir framan tugi þúsunda manna. Þó lögin gætu að hluta til verið lík þegar kemur að hljómum og takti, byggi þau þó bæði á „stafrófi tónlistarinnar“ sem allir tónlistarmenn verði að hafa aðgang að. Áhugasamir geta hlustað á lögin hér að neðan. Tónlist Höfundarréttur Bandaríkin Tengdar fréttir Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31 Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10 Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00 Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Let‘s Get It On kom út árið 1973 og þykir klassískt lag sem hefur ítrekað verið spilað í útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum í gegnum árin. Thinking Out Loud kom út árið 2014 og hefur notið gífurlegra vinsælda. Sheeran vann til að mynda Grammy verðlaun fyrir besta lagið það ár. Sheeran var bitni í réttarhöldunum og hélt hann því þá fram að Let‘s Get It On hefði ekki verið í huga hans þegar hann samdi Thinking Out Loud. Hann tók meðal annars upp gítar í vitnastúkunni, spilaði lagið og lýsti ferlinu þegar hann samdi það. Þá sagðist Sheeran oft ekki leggja mikinn tíma í að semja lög sín heldur yrðu þau til úr því sem gengi á í lífi hans á hverjum tímapunkti. Sjá einnig: Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Hann sagðist hafa samið lagið með vini sínum Amy Wadge og að uppljómunin hefði komið vegna nýs sambands sem hann var í og frá sambandi ömmu hans og afa. Kathryn Townsend Griffin, dóttir tónlistarmannsins Ed Townsdend fyrir utan dómshúsið í New York í dag.AP/John Minchillo Sheeran sagði einnig að hann þyrfti að vera algjört fífl til að stela einhverju frægasta lagi heims og flytja það ítrekað fyrir framan tugi þúsunda manna. Þó lögin gætu að hluta til verið lík þegar kemur að hljómum og takti, byggi þau þó bæði á „stafrófi tónlistarinnar“ sem allir tónlistarmenn verði að hafa aðgang að. Áhugasamir geta hlustað á lögin hér að neðan.
Tónlist Höfundarréttur Bandaríkin Tengdar fréttir Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31 Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10 Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00 Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30
Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31
Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10
Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00
Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19