Flensburg lagði Íslendingaliðið og er með í titilbaráttunni Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 18:48 Elvar Örn Jónsson er kominn aftur í hópinn eftir veikindi. Vísir/vilhelm Lið Flensburg er enn með í toppbaráttunni í þýska handboltanum en liðið vann sigur á Íslendingaliðinu Melsungen í kvöld. Þá vann Bergischer sigur á Leipzig í öðrum Íslendingaslag. Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira