Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2023 12:14 Myndum af Karli konungi hefur verið komið upp víða í Lundúnum. Hér stendur einn af þegnum hans undir einum þessarra mynda. AP/Andreea Alexandru Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. Herlegheitin verða einnig í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi frá klukkan 08:45 í fyrramálið þegar fulltrúar allra herdeilda breska hersins stilla sér upp fyrir skrúðgönguna frá Buckingham höll að Westminster Abbey dómkirkjunni þar sem Karl III verður krýndur konungur. Þetta verður fyrsta krýningin frá því Elísabet II móðir Karls var krýnd árið 1953 þá aðeins 26 ára gömul. Bretar eru engum líkir þegar kemur að konunglegum viðburðum. Fólk er þegar byrjað að safnast saman við þær götur sem skrúðgangan fer um á morgun og við Buckingham höll.AP/Emilio Morenatt Karl er hins vegar 74 ára og hefur enginn verið erfðaprins lengur en hann í sögu konungsveldisins. Búist er við að hundruð þúsunda manna fylgist með athöfninni á götum út og á skjám í þremur skemmtigörðum borgarinnar. Það má því reikna með miklu álagi á almenningssamgöngur í Lundúnum á morgun og samgöngukerfi landsins almennt. Að því tilefni sendu Karl og Kamilla kona hans frá sér raddskilaboð til almennings í dag. Karl II á strembið verk fyrir höndum að halda krúnunni í 15 samveldisríkjum og rækta samtöðu meðal þeirra 54 ríkja sem eru í Samveldinu. Hér eru Karl og Kamilla í Soweto í Suður Afríku árið 2011.AP/Jerome Delay Karl sagði þau hjónin óska þess að fólk ætti dásamlegan krýningardag. Kamila óskaði öllum á faraldsfæti öruggra og þægilegra ferða. Og Karl endaði á kunnuglegri viðvörun í lestum Bretlands, „Mind the gap“ eða gætið ykkar á bilinu. Hefð er fyrir því að forsetar Bandaríkjanna mæti ekki við krýningu á konungi Bretlands enda háðu Bandaríkjamenn sjálfstæðisbaráttu sína gegn Georgi III konungi Bretlands. Forsetarnir senda hins vegar yfirleitt fulltrúa sína og mun Jill Biden forsetafrú vera viðstödd krýningu Karls.Hér er hún með Katrínu prinsessu af Wales.AP/Aaron Chown Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú verða ásamt um eða yfir fjörutíu þjóðarleiðtogum og fulltrúum annarra ríkja og samveldislanda viðstödd athöfnina í Westminster Abbey. Þeirra á meðal Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu sem er lýðveldissinni. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur undanfarna daga tekið á móti leiðtogum samveldisríkjanna sem komnir eru til Lundúna vegna krýningarinnar. Hér er hann með Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu.AP/Frank Augstein Hann segir engu að síður um sögulega stund að ræða eftir ótrúlega 70 ára þjónustu, skyldurækni og eljusemi Elísabetar II móður Karls. Athöfnin markaði formlega viðurkenningu á nýjum þjóðhöfðingja í núverandi kerfi. Honum liði því ekki undarlega við þessar aðstæður. „Nei alls ekki. Ég hef ekki skipt um skoðun og hef gert öllum grein fyrir því. Ég vil sjá Ástrala í embætti þjóðhöfðingja. Það þýðir hins vegar ekki að ég beri ekki virðingu fyrir þeim stofnunum sem eru grundvöllur stjórnkerfis okkar eins og það er í dag," sagði Albanese. Útsending Vísis og Stöðvar 2/Vísis hefst klukkan 08:45 og stendur til um klukkan 13:30 þegar flugsveit breska hersins flýgur heiðursflug yfir Buckingham höll. Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Herlegheitin verða einnig í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi frá klukkan 08:45 í fyrramálið þegar fulltrúar allra herdeilda breska hersins stilla sér upp fyrir skrúðgönguna frá Buckingham höll að Westminster Abbey dómkirkjunni þar sem Karl III verður krýndur konungur. Þetta verður fyrsta krýningin frá því Elísabet II móðir Karls var krýnd árið 1953 þá aðeins 26 ára gömul. Bretar eru engum líkir þegar kemur að konunglegum viðburðum. Fólk er þegar byrjað að safnast saman við þær götur sem skrúðgangan fer um á morgun og við Buckingham höll.AP/Emilio Morenatt Karl er hins vegar 74 ára og hefur enginn verið erfðaprins lengur en hann í sögu konungsveldisins. Búist er við að hundruð þúsunda manna fylgist með athöfninni á götum út og á skjám í þremur skemmtigörðum borgarinnar. Það má því reikna með miklu álagi á almenningssamgöngur í Lundúnum á morgun og samgöngukerfi landsins almennt. Að því tilefni sendu Karl og Kamilla kona hans frá sér raddskilaboð til almennings í dag. Karl II á strembið verk fyrir höndum að halda krúnunni í 15 samveldisríkjum og rækta samtöðu meðal þeirra 54 ríkja sem eru í Samveldinu. Hér eru Karl og Kamilla í Soweto í Suður Afríku árið 2011.AP/Jerome Delay Karl sagði þau hjónin óska þess að fólk ætti dásamlegan krýningardag. Kamila óskaði öllum á faraldsfæti öruggra og þægilegra ferða. Og Karl endaði á kunnuglegri viðvörun í lestum Bretlands, „Mind the gap“ eða gætið ykkar á bilinu. Hefð er fyrir því að forsetar Bandaríkjanna mæti ekki við krýningu á konungi Bretlands enda háðu Bandaríkjamenn sjálfstæðisbaráttu sína gegn Georgi III konungi Bretlands. Forsetarnir senda hins vegar yfirleitt fulltrúa sína og mun Jill Biden forsetafrú vera viðstödd krýningu Karls.Hér er hún með Katrínu prinsessu af Wales.AP/Aaron Chown Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú verða ásamt um eða yfir fjörutíu þjóðarleiðtogum og fulltrúum annarra ríkja og samveldislanda viðstödd athöfnina í Westminster Abbey. Þeirra á meðal Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu sem er lýðveldissinni. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur undanfarna daga tekið á móti leiðtogum samveldisríkjanna sem komnir eru til Lundúna vegna krýningarinnar. Hér er hann með Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu.AP/Frank Augstein Hann segir engu að síður um sögulega stund að ræða eftir ótrúlega 70 ára þjónustu, skyldurækni og eljusemi Elísabetar II móður Karls. Athöfnin markaði formlega viðurkenningu á nýjum þjóðhöfðingja í núverandi kerfi. Honum liði því ekki undarlega við þessar aðstæður. „Nei alls ekki. Ég hef ekki skipt um skoðun og hef gert öllum grein fyrir því. Ég vil sjá Ástrala í embætti þjóðhöfðingja. Það þýðir hins vegar ekki að ég beri ekki virðingu fyrir þeim stofnunum sem eru grundvöllur stjórnkerfis okkar eins og það er í dag," sagði Albanese. Útsending Vísis og Stöðvar 2/Vísis hefst klukkan 08:45 og stendur til um klukkan 13:30 þegar flugsveit breska hersins flýgur heiðursflug yfir Buckingham höll.
Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41
Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53
Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21
Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01