Dansaði við konuna og gæti losnað af spítala bráðlega Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 20:59 Guðmundur Felix og Sylvia á góðri stundu. Vilhelm Gunnarsson Létt var yfir Guðmundi Felix Grétarssyni og eiginkonu hans Sylwiu Gretarsson Nowakowska þar sem þau stigu nokkur dansspor á spítalanum þar sem hann dvelur. Guðmundur hefur gengist undir margar skurðaðgerðir undanfarna daga. „Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum. Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
„Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum.
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10
„Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52
Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56