Sjaldséð mistök meistarans setja hann í krefjandi stöðu fyrir kvöldið Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 10:31 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Það hefur teiknast upp afar athyglisverð staða fyrir komandi Formúlu 1 kappakstur kvöldsins í Miami. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari mótaraðarinnar og ökumaður Red Bull Racing, ræsir níundi eftir ótrúlegan endi á tímatökum gærdagsins. Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez, hafa verið í algjörum sérklassa á yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Perez ræsir á ráspól í dag og hefur tækifæri til þess að minnka bilið á milli hans og Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna. Það ber þó ekki að afskrifa Verstappen í keppni kvöldsins, hann hefur áður sýnt mátt sinn og meginn og unnið sigra þrátt fyrir að hefja keppni aftarlega. Það er hið minnsta hans markmið fyrir keppni kvöldsins að ná hið minnsta öðru sæti. „Ég ætla mér á verðlaunapall,“ sagði Verstappen í viðtali við Sky Sports eftir tímatöku gærdagsins. „Ég vil hins vegar vinna og því er þetta ekki ákjósanleg staða, sigur er ekki ómögulegur en þetta verður ekki auðvelt.“ Liðsfélagarnir Sergio Perez og Max Verstappen ræða málin eftir tímatöku gærdagsinsVísir/Getty Það voru upphaflega mistök frá Verstappen, sem hafði sett besta tíma í fyrstu tveimur umferðum tímatökunnar í gær, sem urðu til þess að á endanum að hann náði ekki að setja tíma í þriðju umferð. Það voru nefnilegast mistök frá Charles Leclerc, ökumanni Ferrari, undir lok tímatökunnar sem sá til þess að bíll hans endaði utan brautar og skall á öryggisvegg. Rauðu flaggi var veifað og tímatökunum hætt og því giltu þeir tímar sem búið var að setja . Miðað við kraftinn sem býr í bíl Red Bull Racing á þessu tímabili mega teljast góðar líkur á því að Verstappen geti unnið sig upp í 2. sæti keppninnar í kvöld. Hann mun hins vegar þurfa að skáka liðsfélaganum á leiðinni að fyrsta sætinu og því verður afar forvitnilegt að fylgjast með keppni kvöldsins. Eins og staðan er núna situr Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna með 93 stig, sex stigum á eftir honum situr Sergio Perez í 2. sæti stigakeppninnar. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin er svo í 3. sæti með 60 stig en hann ræsir annar í keppni kvöldsins. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez, hafa verið í algjörum sérklassa á yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Perez ræsir á ráspól í dag og hefur tækifæri til þess að minnka bilið á milli hans og Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna. Það ber þó ekki að afskrifa Verstappen í keppni kvöldsins, hann hefur áður sýnt mátt sinn og meginn og unnið sigra þrátt fyrir að hefja keppni aftarlega. Það er hið minnsta hans markmið fyrir keppni kvöldsins að ná hið minnsta öðru sæti. „Ég ætla mér á verðlaunapall,“ sagði Verstappen í viðtali við Sky Sports eftir tímatöku gærdagsins. „Ég vil hins vegar vinna og því er þetta ekki ákjósanleg staða, sigur er ekki ómögulegur en þetta verður ekki auðvelt.“ Liðsfélagarnir Sergio Perez og Max Verstappen ræða málin eftir tímatöku gærdagsinsVísir/Getty Það voru upphaflega mistök frá Verstappen, sem hafði sett besta tíma í fyrstu tveimur umferðum tímatökunnar í gær, sem urðu til þess að á endanum að hann náði ekki að setja tíma í þriðju umferð. Það voru nefnilegast mistök frá Charles Leclerc, ökumanni Ferrari, undir lok tímatökunnar sem sá til þess að bíll hans endaði utan brautar og skall á öryggisvegg. Rauðu flaggi var veifað og tímatökunum hætt og því giltu þeir tímar sem búið var að setja . Miðað við kraftinn sem býr í bíl Red Bull Racing á þessu tímabili mega teljast góðar líkur á því að Verstappen geti unnið sig upp í 2. sæti keppninnar í kvöld. Hann mun hins vegar þurfa að skáka liðsfélaganum á leiðinni að fyrsta sætinu og því verður afar forvitnilegt að fylgjast með keppni kvöldsins. Eins og staðan er núna situr Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna með 93 stig, sex stigum á eftir honum situr Sergio Perez í 2. sæti stigakeppninnar. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin er svo í 3. sæti með 60 stig en hann ræsir annar í keppni kvöldsins.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira