Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. maí 2023 13:01 Lögreglumönnum tókst að fanga álkuna við Costa Colón strandlengjuna. Ayuntamiento de Palos de la Frontera Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis. Frá þessu greinir spænski miðilinn Diaro Du Huelva. Mazagón er strandbær í Andalúsíuhéraði og þess ber að geta að hitabylgja sem stóð þar yfir í seinasta mánuði er sú versta sem orðið hefur í áraraðir. Koma álkunnar þykir því nokkuð athyglisverð. Álkan er strandfugl af svartfuglaætt og meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Fram kemur að tilkynning hafi borist lögreglunni um ferðir fuglsins við Costa Colón strandlengjuna þann 26.apríl síðastliðinn. Lögreglumönnum tókst að fanga fuglinn og var hann fluttur samstundis til dýralæknis. Álkan var illa á sig komin eftir ferðalagið en vel var hlúð að henni hjá dýralækninum.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Reyndist hann vera afar vannærður eftir langt og erfitt ferðalag og fékk viðeigandi aðhlynningu. Halda sig mest við Íslandsstrendur Líkt og fram kemur á vef Náttúruminjasafns Íslands er langstærsta álkubyggðin á Íslandi er undir Látrabjargi og meirihluti allra álka í heiminum finnst á Íslandi. Álkan er hér á landi frá því í enda febrúar og fram í byrjun ágúst þó hluti stofnsins haldi sig hér allt árið. Stærsta álkubyggð heims var lengi vel Stórurð undir Látrabjargi, en um 75 prósent íslenska stofnsins varp í bjarginu fram undir aldamótin. Nú er stærsta byggðin líklega í Grímsey. Álkan er að nokkru farfugl, sumar álkur fara ekki langt, halda sig á hafinu umhverfis landið, meðan aðrar halda sig á hafinu milli Íslands, Færeyja og Noregs Álkan kemur aðeins á land til að verpa. Þar sem meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi var tegundin sett á heimsválista og evrópskan válista sem tegund í yfirvofandi hættu vegna neikvæðrar stofnþróunar. Hún er í sama flokki á íslenska válistanum frá 2018. Fuglar Spánn Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Frá þessu greinir spænski miðilinn Diaro Du Huelva. Mazagón er strandbær í Andalúsíuhéraði og þess ber að geta að hitabylgja sem stóð þar yfir í seinasta mánuði er sú versta sem orðið hefur í áraraðir. Koma álkunnar þykir því nokkuð athyglisverð. Álkan er strandfugl af svartfuglaætt og meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Fram kemur að tilkynning hafi borist lögreglunni um ferðir fuglsins við Costa Colón strandlengjuna þann 26.apríl síðastliðinn. Lögreglumönnum tókst að fanga fuglinn og var hann fluttur samstundis til dýralæknis. Álkan var illa á sig komin eftir ferðalagið en vel var hlúð að henni hjá dýralækninum.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Reyndist hann vera afar vannærður eftir langt og erfitt ferðalag og fékk viðeigandi aðhlynningu. Halda sig mest við Íslandsstrendur Líkt og fram kemur á vef Náttúruminjasafns Íslands er langstærsta álkubyggðin á Íslandi er undir Látrabjargi og meirihluti allra álka í heiminum finnst á Íslandi. Álkan er hér á landi frá því í enda febrúar og fram í byrjun ágúst þó hluti stofnsins haldi sig hér allt árið. Stærsta álkubyggð heims var lengi vel Stórurð undir Látrabjargi, en um 75 prósent íslenska stofnsins varp í bjarginu fram undir aldamótin. Nú er stærsta byggðin líklega í Grímsey. Álkan er að nokkru farfugl, sumar álkur fara ekki langt, halda sig á hafinu umhverfis landið, meðan aðrar halda sig á hafinu milli Íslands, Færeyja og Noregs Álkan kemur aðeins á land til að verpa. Þar sem meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi var tegundin sett á heimsválista og evrópskan válista sem tegund í yfirvofandi hættu vegna neikvæðrar stofnþróunar. Hún er í sama flokki á íslenska válistanum frá 2018.
Fuglar Spánn Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira