Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 11:00 Rúnar Kristinsson þakkar Arnari Grétarssyni fyrir leikinn eftir 5-0 tap KR gegn Val í gærkvöld. vísir/Diego KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. Rúnar er á sínu ellefta tímabili sem þjálfari KR. Fyrst stýrði hann liðinu á árunum 2010-2014 og svo aftur frá árinu 2017. Hann hefur þrívegis gert liðið að Íslandsmeistara, árin 2011, 2013 og 2019, og þrívegis að bikarmeistara, síðast árið 2014. Í fyrra lenti KR í 4. sæti Bestu deildarinnar og missti af Evrópusæti, eftir að hafa hafnað í 3. sæti 2021 og 5. sæti 2020. Þegar fimm umferðum er lokið af Bestu deildinni í ár sitja KR-ingar hins vegar í 10. sæti, stigi frá botni deildarinnar og með verstu markatöluna í deildinni. Þeir hafa ekki skorað eitt einasta mark í fjórum síðustu leikjum, sem allir hafa tapast, gegn Val, HK, FH og Víkingi. Í viðtali við Fótbolti.net eftir tapið gegn Val í gær sagði Rúnar að það væri ekki sitt að segja til um framtíð sína sem þjálfari KR, og mátti skilja á honum að hann hefði að minnsta kosti sjálfur hug á að stýra liðinu áfram. Vísir hafði samband við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um stöðuna. „Allir þessir menn eru klárlega missir“ Staða KR og Rúnars var rædd í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Ríkharð Óskar Guðnason var með þjálfarann og KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson sem sérfræðing. Klippa: Tilþrifin: Staða Rúnars og KR Ríkharð benti á að frá síðustu leiktíð, þegar KR endaði í 4. sæti, hefðu fjórir reynsluboltar kvatt liðið því Beitir Ólafsson og Pálmi Rafn Pálmason hættu, Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór til Breiðabliks og Kjartan Henry Finnbogason til FH. „Þetta eru allt leiðtogar. Þeir hafa ekki fengið neina slíka fyrir þetta tímabil,“ sagði Ríkharð. KR-ingar leituðu meðal annars til Noregs eftir liðsstyrk í vetur og fengu leikmenn sem ekki hafa staðið undir væntingum til þessa, sem og aðstoðarþjálfarann Ole Martin Nesselquist. Brynjar tók undir með Ríkharð varðandi það að miklir leiðtogar hefðu kvatt KR, og sagði breytingarnar í Vesturbænum mögulega hafa verið of miklar. „Þeir hafa ekki fengið þessar [leiðtoga]týpur. Og fyrir utan það að þetta eru allt reyndir, góðir leikmenn þá er þetta allt í gegnum „hrygginn“ á liðinu; markmaður, hafsent, miðjumaður og senter, sem er oft það sem þú byggir upp fyrst og bætir svo utan á. Allir þessir menn [Beitir, Pálmi, Arnór og Kjartan] eru klárlega missir fyrir KR-liðið og fyrir ungu strákana sem er verið að gefa tækifæri núna, eins og var kominn tími á í Vesturbænum.“ „Sé ekki KR fara í þær breytingar núna“ Ríkharð beindi þá spjótum sínum að Rúnari: „Ef þetta væri einhver annar þjálfari en Rúnar Kristinsson, sem er stórkostlegur þjálfari og hefur náð frábærum árangri, og er hjartað og einn af sonum Vesturbæjar… Maður þarf að spyrja spurningarinnar. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, markatalan 0-12, ef það væri einhver annar þjálfari að þjálfa KR núna þá væri hann undir gríðarlegri pressu á að missa starfið sitt.“ Norðmaðurinn Ole Martin Nesselquist kom inn í þjálfarateymi KR í vetur.vísir/Diego „Það væru allir þjálfarar í deildinni undir þeirri pressu. En ég sé ekki KR fara í þær breytingar núna. Þeir fengu Ole inn frá Noregi til að styðja við Rúnar og þjálfarateymið í KR,“ sagði Brynjar. En telur hann að Rúnar hugsi núna stöðu sína og velti fyrir sér hvort að hann sé kominn á endastöð með liðið? „Það hugsa ég ekki,“ sagði Brynjar og benti á þátt leikmanna: „Það þarf að fá frammistöðu frá leikmönnum. Mér finnst allt of margir skrefinu á eftir, hvort sem það er að pressa eða hlaupa til baka. Leikmenn verða að taka smá ábyrgð, og að sjálfsögðu Rúnar og þjálfarateymið líka. Kannski þurfa þeir aðeins að endurmeta stöðuna. Kannski voru þeir ekki alveg tilbúnir í allar þessar breytingar sem þeir eru búnir að gera síðustu 2-3 ár.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Rúnar er á sínu ellefta tímabili sem þjálfari KR. Fyrst stýrði hann liðinu á árunum 2010-2014 og svo aftur frá árinu 2017. Hann hefur þrívegis gert liðið að Íslandsmeistara, árin 2011, 2013 og 2019, og þrívegis að bikarmeistara, síðast árið 2014. Í fyrra lenti KR í 4. sæti Bestu deildarinnar og missti af Evrópusæti, eftir að hafa hafnað í 3. sæti 2021 og 5. sæti 2020. Þegar fimm umferðum er lokið af Bestu deildinni í ár sitja KR-ingar hins vegar í 10. sæti, stigi frá botni deildarinnar og með verstu markatöluna í deildinni. Þeir hafa ekki skorað eitt einasta mark í fjórum síðustu leikjum, sem allir hafa tapast, gegn Val, HK, FH og Víkingi. Í viðtali við Fótbolti.net eftir tapið gegn Val í gær sagði Rúnar að það væri ekki sitt að segja til um framtíð sína sem þjálfari KR, og mátti skilja á honum að hann hefði að minnsta kosti sjálfur hug á að stýra liðinu áfram. Vísir hafði samband við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um stöðuna. „Allir þessir menn eru klárlega missir“ Staða KR og Rúnars var rædd í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Ríkharð Óskar Guðnason var með þjálfarann og KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson sem sérfræðing. Klippa: Tilþrifin: Staða Rúnars og KR Ríkharð benti á að frá síðustu leiktíð, þegar KR endaði í 4. sæti, hefðu fjórir reynsluboltar kvatt liðið því Beitir Ólafsson og Pálmi Rafn Pálmason hættu, Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór til Breiðabliks og Kjartan Henry Finnbogason til FH. „Þetta eru allt leiðtogar. Þeir hafa ekki fengið neina slíka fyrir þetta tímabil,“ sagði Ríkharð. KR-ingar leituðu meðal annars til Noregs eftir liðsstyrk í vetur og fengu leikmenn sem ekki hafa staðið undir væntingum til þessa, sem og aðstoðarþjálfarann Ole Martin Nesselquist. Brynjar tók undir með Ríkharð varðandi það að miklir leiðtogar hefðu kvatt KR, og sagði breytingarnar í Vesturbænum mögulega hafa verið of miklar. „Þeir hafa ekki fengið þessar [leiðtoga]týpur. Og fyrir utan það að þetta eru allt reyndir, góðir leikmenn þá er þetta allt í gegnum „hrygginn“ á liðinu; markmaður, hafsent, miðjumaður og senter, sem er oft það sem þú byggir upp fyrst og bætir svo utan á. Allir þessir menn [Beitir, Pálmi, Arnór og Kjartan] eru klárlega missir fyrir KR-liðið og fyrir ungu strákana sem er verið að gefa tækifæri núna, eins og var kominn tími á í Vesturbænum.“ „Sé ekki KR fara í þær breytingar núna“ Ríkharð beindi þá spjótum sínum að Rúnari: „Ef þetta væri einhver annar þjálfari en Rúnar Kristinsson, sem er stórkostlegur þjálfari og hefur náð frábærum árangri, og er hjartað og einn af sonum Vesturbæjar… Maður þarf að spyrja spurningarinnar. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, markatalan 0-12, ef það væri einhver annar þjálfari að þjálfa KR núna þá væri hann undir gríðarlegri pressu á að missa starfið sitt.“ Norðmaðurinn Ole Martin Nesselquist kom inn í þjálfarateymi KR í vetur.vísir/Diego „Það væru allir þjálfarar í deildinni undir þeirri pressu. En ég sé ekki KR fara í þær breytingar núna. Þeir fengu Ole inn frá Noregi til að styðja við Rúnar og þjálfarateymið í KR,“ sagði Brynjar. En telur hann að Rúnar hugsi núna stöðu sína og velti fyrir sér hvort að hann sé kominn á endastöð með liðið? „Það hugsa ég ekki,“ sagði Brynjar og benti á þátt leikmanna: „Það þarf að fá frammistöðu frá leikmönnum. Mér finnst allt of margir skrefinu á eftir, hvort sem það er að pressa eða hlaupa til baka. Leikmenn verða að taka smá ábyrgð, og að sjálfsögðu Rúnar og þjálfarateymið líka. Kannski þurfa þeir aðeins að endurmeta stöðuna. Kannski voru þeir ekki alveg tilbúnir í allar þessar breytingar sem þeir eru búnir að gera síðustu 2-3 ár.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira