Leituðu að hring látinnar frænku í Reykjavíkurtjörn Máni Snær Þorláksson skrifar 8. maí 2023 15:20 Leitin bar ekki árangur í morgun en björgunarsveitin er þó ekki búin að gefast upp. Björgunarsveitin Suðurnes Maður á þrítugsaldri tapaði hring sínum er hann var að gefa öndunum í Reykjavíkurtjörn brauð. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar til að leita að hringnum. Kafarar sem áttu lausa stund mættu á vettvang en leitin bar ekki árangur. Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku. Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku.
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira