Jóhann upp fyrir hundrað stig í tímamótaleik og Sunderland slapp inn í umspil Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 15:59 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afar góðu gengi að fagna með Burnley í vetur og verður með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Getty/Alex Livesey Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn 200. keppnisleik fyrir enska knattspyrnufélagið Burnley í dag þegar lokaumferð ensku B-deildarinnar var spiluð. Jóhann og félagar höfðu fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og sæti í ensku úrvalsdeildinni, en þeir fullkomnuðu tímabilið með 3-0 sigri gegn Cardiff í dag sem kom þeim yfir 100 stiga múrinn. Jóhann var í byrjunarliðinu og fór af velli eftir að staðan var orðin 3-0 í þessum mikla tímamótaleik, en hann hefur leikið með Burnley frá árinu 2016 eftir að hafa keyptur frá Charlton í kjölfar frammistöðu sinnar á EM í Frakklandi. A 200th Burnley appearance for JBG today Fantastic achievement pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 8, 2023 Burnley endaði tímabilið með 101 stig, tíu stigum fyrir ofan Sheffield United, og tapaði aðeins þremur af 46 leikjum sínum í deildinni. Ljóst var fyrir leiki dagsins að Sheffield United færi með Burnley upp um deild, og að Reading, Blackpool og Wigan myndu falla. Nú er eftir fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni og náði Sunderland að koma sér inn í það umspil í dag með því að vinna Preston North End á útivelli, 3-0. Millwall kastaði frá sér sæti í umspili Sigurinn kom Sunderland stigi upp fyrir Millwall, sem tapaði 4-3 fyrir Blackburn á heimavelli eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik. Blackburn náði jafnmörgum stigum og Sunderland, eða 69, en var með mun lakari markatölu. Coventry náði að halda sér í 5. sæti með 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli, en ljóst var fyrir leiki dagsins að Luton myndi enda í 3. sæti og Middlesbrough í 4. sæti. Í umspilinu mætast því Luton og Sunderland annars vegar, 13. og 16. maí, og Middlesbrough og Coventry hins vegar, 14. og 17. maí. Sigurliðin mætast svo á Wembley 27. maí í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Jóhann og félagar höfðu fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og sæti í ensku úrvalsdeildinni, en þeir fullkomnuðu tímabilið með 3-0 sigri gegn Cardiff í dag sem kom þeim yfir 100 stiga múrinn. Jóhann var í byrjunarliðinu og fór af velli eftir að staðan var orðin 3-0 í þessum mikla tímamótaleik, en hann hefur leikið með Burnley frá árinu 2016 eftir að hafa keyptur frá Charlton í kjölfar frammistöðu sinnar á EM í Frakklandi. A 200th Burnley appearance for JBG today Fantastic achievement pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 8, 2023 Burnley endaði tímabilið með 101 stig, tíu stigum fyrir ofan Sheffield United, og tapaði aðeins þremur af 46 leikjum sínum í deildinni. Ljóst var fyrir leiki dagsins að Sheffield United færi með Burnley upp um deild, og að Reading, Blackpool og Wigan myndu falla. Nú er eftir fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni og náði Sunderland að koma sér inn í það umspil í dag með því að vinna Preston North End á útivelli, 3-0. Millwall kastaði frá sér sæti í umspili Sigurinn kom Sunderland stigi upp fyrir Millwall, sem tapaði 4-3 fyrir Blackburn á heimavelli eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik. Blackburn náði jafnmörgum stigum og Sunderland, eða 69, en var með mun lakari markatölu. Coventry náði að halda sér í 5. sæti með 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli, en ljóst var fyrir leiki dagsins að Luton myndi enda í 3. sæti og Middlesbrough í 4. sæti. Í umspilinu mætast því Luton og Sunderland annars vegar, 13. og 16. maí, og Middlesbrough og Coventry hins vegar, 14. og 17. maí. Sigurliðin mætast svo á Wembley 27. maí í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira