„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2023 21:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07