Jafn miklar fjárhagsáhyggjur og þegar hann átti ekkert Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:30 Steinarr Lár er mikill brimbrettakappi. Aðsend Athafnamaðurinn Steinarr Lár segist hafa jafn miklar fjárhagsáhyggjur nú og þegar hann var blankur. Áhyggjurnar beinist fyrst og fremst að því hvað hann eigi að gera við eignir sínar og hvernig hann á að sinna þeim. Steinarr var gestur Gunnar Dofra Ólafssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Leitin að peningunum. Þar fór hann yfir ferilinn sem athafnamaður, en hann hófst með stofnun KúKú Campers, sem hann hefur síðan selt. Steinarr hefur stofnað fjöldann allan af fyrirtækjum í gegn um tíðina og lært ýmislegt um hvernig fara á vel með peninga. Til dæmis sé tilvalið fyrir ungt fólk, sem enn býr í foreldrahúsum og þarf ekki að framfleyta sér sjálft, að hætta tímabundið í skóla, vinna og safna sér fyrir íbúð til að komast inn á fasteignamarkað. „Það er mjög erfitt að safna fyrir íbúð þegar þú ert kominn með krakka, bíl og rekstur og dýr áhugamál og dýrar skoðanir á húsgögnum. Þegar þú ert bara sautján, tekur þér eitt tvö ár til að vinna og safna, nítján ára kaupir íbúð og leigir hana út. Heldur áfram með skólann, það skiptir ekki máli í hefðbundnu námi hvort þú klárar 24 eða 26 ára,“ segir Steinarr. Hann segir foreldra oft leggja mikla áherslu á að börn þeirra klári nám og auki þannig tækifæri sín, sem sé alveg rétt. „En ef þú frestar þessari fjárfestingu um 10 ár ertu að fara að borga í raun helmingi meira.“ Tók einn eyðslulausan mánuð á ári Þá hefur Steinarr reynt ýmislegt til að spara peninga. Til dæmis gerði hann það á sínum yngri árum að eyða engu í heilan mánuð á ári. „Ef þú hefur aga yfir sjálfum þér geturðu stjórnað fjármálunum þínum,“ segir Steinarr. „Það var október. Það var oft þannig þegar maður var kominn inn í nóvember að mann langaði að halda áfram af því þetta var keppikefli. Maður vissi bara að ef maður átti nóg af klósettpappír og nóg af tannkremi [var maður góður]. Og á þessum tíma vann ég oft fram eftir af því ef ég vann meira þá fylgdi það að maður fengi kvöldmat.“ Meiri áhyggjur nú en þegar hann var blankur Steinar segir að þegar fólk eigi ekki peninga hafi það eðlilega áhyggjur af næstu mánaðamótum en þegar þú átt mikið af peningum hafir þú líka miklar fjárhagsáhyggjur. Áhyggjurnar beinist að því hvað þú eigir að gera við eignirnar þínar og hvernig þú eigir að sinna þeim. „Fólk heldur stundum að þegar þú eignast pening að þá sé allt orðið gott. Ég þurfti að kynnast því að það er ekki þannig. Það leysast ekki öll vandamál heimsins. Peningar eru engin lausn,“ segir Steinarr. „Í dag er ég maður sem á 8-900 bifreiðar og töluvert af fasteignum og ég þarf að hafa áhyggjur af þessu öllu saman. Þetta er eins og að labba upp fjall og horfir á einhvern á tindinum en hann sér bara nýjan hól. Lífið er bara brekka og maður þarf að vera vel skóaður og til í tuskið.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Steinarr var gestur Gunnar Dofra Ólafssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Leitin að peningunum. Þar fór hann yfir ferilinn sem athafnamaður, en hann hófst með stofnun KúKú Campers, sem hann hefur síðan selt. Steinarr hefur stofnað fjöldann allan af fyrirtækjum í gegn um tíðina og lært ýmislegt um hvernig fara á vel með peninga. Til dæmis sé tilvalið fyrir ungt fólk, sem enn býr í foreldrahúsum og þarf ekki að framfleyta sér sjálft, að hætta tímabundið í skóla, vinna og safna sér fyrir íbúð til að komast inn á fasteignamarkað. „Það er mjög erfitt að safna fyrir íbúð þegar þú ert kominn með krakka, bíl og rekstur og dýr áhugamál og dýrar skoðanir á húsgögnum. Þegar þú ert bara sautján, tekur þér eitt tvö ár til að vinna og safna, nítján ára kaupir íbúð og leigir hana út. Heldur áfram með skólann, það skiptir ekki máli í hefðbundnu námi hvort þú klárar 24 eða 26 ára,“ segir Steinarr. Hann segir foreldra oft leggja mikla áherslu á að börn þeirra klári nám og auki þannig tækifæri sín, sem sé alveg rétt. „En ef þú frestar þessari fjárfestingu um 10 ár ertu að fara að borga í raun helmingi meira.“ Tók einn eyðslulausan mánuð á ári Þá hefur Steinarr reynt ýmislegt til að spara peninga. Til dæmis gerði hann það á sínum yngri árum að eyða engu í heilan mánuð á ári. „Ef þú hefur aga yfir sjálfum þér geturðu stjórnað fjármálunum þínum,“ segir Steinarr. „Það var október. Það var oft þannig þegar maður var kominn inn í nóvember að mann langaði að halda áfram af því þetta var keppikefli. Maður vissi bara að ef maður átti nóg af klósettpappír og nóg af tannkremi [var maður góður]. Og á þessum tíma vann ég oft fram eftir af því ef ég vann meira þá fylgdi það að maður fengi kvöldmat.“ Meiri áhyggjur nú en þegar hann var blankur Steinar segir að þegar fólk eigi ekki peninga hafi það eðlilega áhyggjur af næstu mánaðamótum en þegar þú átt mikið af peningum hafir þú líka miklar fjárhagsáhyggjur. Áhyggjurnar beinist að því hvað þú eigir að gera við eignirnar þínar og hvernig þú eigir að sinna þeim. „Fólk heldur stundum að þegar þú eignast pening að þá sé allt orðið gott. Ég þurfti að kynnast því að það er ekki þannig. Það leysast ekki öll vandamál heimsins. Peningar eru engin lausn,“ segir Steinarr. „Í dag er ég maður sem á 8-900 bifreiðar og töluvert af fasteignum og ég þarf að hafa áhyggjur af þessu öllu saman. Þetta er eins og að labba upp fjall og horfir á einhvern á tindinum en hann sér bara nýjan hól. Lífið er bara brekka og maður þarf að vera vel skóaður og til í tuskið.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira