Ingibjörg var á sínum stað í þriggja manna vörn toppliðsins en að voru gestirnir sem komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Vålerenga lét það ekki á sig fá og jafnaði Karina Sævik metin undir lok fyrri hálfleiks.
Thea Bjelde kom heimaliðinu svo yfir eftir rúma klukkustund og þar við sat, lokatölur 2-1 Vålerenga í vil.
Situr liðið nú með 23 stig í efsta sæti á meðan Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur í Rosenborg eru með 17 stig en eiga leik til góða.