Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2023 17:30 Red Bull Racing hefur borið höfuð og herðar yfir samkeppnisaðila sína í Formúlu 1 á yfirstandandi tímabili Visir/Getty Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. Þetta fær Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, til þess að hugsa með sér hvað keppinautar liðsins í Ferrari og Mercedes hafi verið að gera milli tímabila. Red Bull Racing er ekki óvant árangri í Formúlu 1. Sebastian Vettel átti magnaða sigurgöngu með liðinu hér fyrir nokkrum árum síðan og nú hefur Hollendingurinn Max Verstappen tekið við keflinu. „Við höfum aldrei upplifað svona byrjun á tímabili,“ sagði Horner í viðtali við Sky Sports. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvað hin liðin séu eiginlega að gera.“ Red Bull Racing hafi tekið hefðbundin skref fram á við milli tímabila. „Því er þetta eiginlega meiri spurning um það hvert Ferrari og Mercedes hafi farið.“ Horner segir þó alltaf pláss fyrir bætingar. Red Bull Racing þurfi að halda sér við efnið þrátt fyrir að byrjunin á tímabilinu sjái til þess að liðið teljist ansi líklegt til að hampa báðum heimsmeistaratitlunum sem í boði eru í lok tímabils. Eftir fyrstu fimm keppnishelgar tímabilsins í Formúlu 1 situr Red Bull Racing með 122 stiga forskot á Aston Martin á toppi stigakeppni bílasmiða. Þá er ökumaður liðsins, Max Verstappen, sem einnig er heimsmeistari síðustu tveggja tímabila á toppi stigakeppni ökumanna með 119 stig. Næst á eftir honum kemur liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez með 105. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þetta fær Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, til þess að hugsa með sér hvað keppinautar liðsins í Ferrari og Mercedes hafi verið að gera milli tímabila. Red Bull Racing er ekki óvant árangri í Formúlu 1. Sebastian Vettel átti magnaða sigurgöngu með liðinu hér fyrir nokkrum árum síðan og nú hefur Hollendingurinn Max Verstappen tekið við keflinu. „Við höfum aldrei upplifað svona byrjun á tímabili,“ sagði Horner í viðtali við Sky Sports. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvað hin liðin séu eiginlega að gera.“ Red Bull Racing hafi tekið hefðbundin skref fram á við milli tímabila. „Því er þetta eiginlega meiri spurning um það hvert Ferrari og Mercedes hafi farið.“ Horner segir þó alltaf pláss fyrir bætingar. Red Bull Racing þurfi að halda sér við efnið þrátt fyrir að byrjunin á tímabilinu sjái til þess að liðið teljist ansi líklegt til að hampa báðum heimsmeistaratitlunum sem í boði eru í lok tímabils. Eftir fyrstu fimm keppnishelgar tímabilsins í Formúlu 1 situr Red Bull Racing með 122 stiga forskot á Aston Martin á toppi stigakeppni bílasmiða. Þá er ökumaður liðsins, Max Verstappen, sem einnig er heimsmeistari síðustu tveggja tímabila á toppi stigakeppni ökumanna með 119 stig. Næst á eftir honum kemur liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez með 105.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti