Ítalir uggandi vegna hærra verðs á pasta Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 15:12 Pasta hefur hækkað mikið í verði á Ítalíu og mun meira en almenn verðlag. EPA/Karlheinz Schindler Ríkisstjórn Ítalíu boðaði í vikunni til neyðarfundar vegna hás pastaverðs. Verð pasta, sem er gífurlega vinsælt á diskum Ítala, var í mars 17,5 prósentum hærra en það var ári áður, þrátt fyrir að verðlag hefði einungis hækkað um 8,1 prósent á sama tímabili og verð hveitis hefði lækkað. Í frétt Washington Post segir að á umræddum fundi hafi verið ákveðið að stofna sérstakt ráð sem kanna eigi þessa verðhækkun og komast til botns í því hvað veldur. Neytendasamtök hafa sakað framleiðendur um okur og lagt fram formlega kvörtun vegna verðhækkunarinnar. Framleiðendur segja verðhækkunina margþætta og tímabundna. Hún væri til komin vegna hækkana á orkuverði, verðbólgu og vandræða með birgðakeðjur. Adolfo Urso, viðskiptaráðherra Ítalíu, sagði í yfirlýsingu sem ítalska fréttaveitan ANSA vitnar í, að gripið yrði til allra mögulegra ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt okur. Það ætti sérstaklega við neysluvörur eins og hveiti. Hann sagði gagnsæi mikilvægt í neytendamálum sem þessum. Pasta er ekki dýrt á Ítalíu en það er Ítölum gífurlega mikilvægt og matvælin eru með sterka tengingu við þjóðina. Samkvæmt einni áætlun borða rúmlega sextíu prósent Ítala pasta á hverjum degi, samkvæmt frétt Washington Post. Ítalía Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í frétt Washington Post segir að á umræddum fundi hafi verið ákveðið að stofna sérstakt ráð sem kanna eigi þessa verðhækkun og komast til botns í því hvað veldur. Neytendasamtök hafa sakað framleiðendur um okur og lagt fram formlega kvörtun vegna verðhækkunarinnar. Framleiðendur segja verðhækkunina margþætta og tímabundna. Hún væri til komin vegna hækkana á orkuverði, verðbólgu og vandræða með birgðakeðjur. Adolfo Urso, viðskiptaráðherra Ítalíu, sagði í yfirlýsingu sem ítalska fréttaveitan ANSA vitnar í, að gripið yrði til allra mögulegra ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt okur. Það ætti sérstaklega við neysluvörur eins og hveiti. Hann sagði gagnsæi mikilvægt í neytendamálum sem þessum. Pasta er ekki dýrt á Ítalíu en það er Ítölum gífurlega mikilvægt og matvælin eru með sterka tengingu við þjóðina. Samkvæmt einni áætlun borða rúmlega sextíu prósent Ítala pasta á hverjum degi, samkvæmt frétt Washington Post.
Ítalía Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira