Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2023 19:30 Mariia Ionova þingmaður Evrópskrar samstöðu á úkraínska þinginu segir flokkadrætti ekki skipta máli í Úkraínu í dag. Allir væru sameinaðir í baráttunni gegn innrás Rússa. Stöð 2/Arnar Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. Mariia Ionova og Olena Kondrariuk sitja báðar á úkraínska þinginu fyrir flokkinn Evrópsk samstaða og sú síðarnefnda er jafnfram varaforseti þingsins og einn stofnenda Kvennaþings Úkraínu. Þær er hingað komnar til að taka þátt í Kynjaþingi í Veröld - húsi Vigdísar á vegum Kvenréttindafélags Íslands á morgun. Ionova segir stríðið í Úkraínu hins vegar ekki snúast um stöðu kynjanna heldur baráttu einræðis og lýðræðis. „Þess vegna tel ég að hlutverk kvenna í þessu stríði sé mjög mikilvægt. Við erum ekki fórnarlömb, ekki bara fórnarlömb, við erum baráttumenn á þingi, í ríkisstjórn og óbreyttir borgarar eru mjög virkir. Við sjáum hvað það hveru mikið við getum gert þegar við stöndum saman og erum skipulögð," segir Ionova. Í dag áttu hún og Kondrariuk fundi með forsætisráðherra, forseta Alþingis, borgarstjóra og fleiri ráðmönnum og færðu Íslendingum þakkir fyrir margs konar stuðning við Úkraínu. Þær þökkuðu meðal annars fyrir nýlega ályktun Alþingis um að holodomor, hungursneyðin sem Stalín framkallaði í Úkraínu, væri hópmorð. Gífurlegt mannfall hefur verið í margra mánaða bardögum við borgina Bakhmut í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði.AP/Boghdan Kutiepov „Af því að þetta snýst um sögulegt réttlæti en því miður halda Rússar áfram að fremja þjóðarmorð á yfirráðasvæði okkar, gagnvart borgurum okkar. Þetta snýst ekki bara um þjóðarmorð heldur einnigum vistfræðilega glæpi sem þeir fremja á yfirráðasvæði okkar. Við vekjum einnig athygli á börnunum okkar sem hafa verið flutt með valdi til Rússlands," segir þingkonan. Úkraína vilji að umheimurinn skilgreini Rússsland sem ríki sems styðji hryðjuverk. Vonandi styðji Ísland einnig aðild Úkraínu að Nato á leiðtogafundi bandalagsins í Vilnius í júlí. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku sé einnig mikilvægur. „Við vitum að þar verða send sterk skilaboð varðandi alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn. Ég held að það sé enginn sáttmáli eða reglur alþjóðasamtaka sem Rússar hafa ekki brotið," segir Mariia Ionova Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31 Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. 10. maí 2023 19:30 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Mariia Ionova og Olena Kondrariuk sitja báðar á úkraínska þinginu fyrir flokkinn Evrópsk samstaða og sú síðarnefnda er jafnfram varaforseti þingsins og einn stofnenda Kvennaþings Úkraínu. Þær er hingað komnar til að taka þátt í Kynjaþingi í Veröld - húsi Vigdísar á vegum Kvenréttindafélags Íslands á morgun. Ionova segir stríðið í Úkraínu hins vegar ekki snúast um stöðu kynjanna heldur baráttu einræðis og lýðræðis. „Þess vegna tel ég að hlutverk kvenna í þessu stríði sé mjög mikilvægt. Við erum ekki fórnarlömb, ekki bara fórnarlömb, við erum baráttumenn á þingi, í ríkisstjórn og óbreyttir borgarar eru mjög virkir. Við sjáum hvað það hveru mikið við getum gert þegar við stöndum saman og erum skipulögð," segir Ionova. Í dag áttu hún og Kondrariuk fundi með forsætisráðherra, forseta Alþingis, borgarstjóra og fleiri ráðmönnum og færðu Íslendingum þakkir fyrir margs konar stuðning við Úkraínu. Þær þökkuðu meðal annars fyrir nýlega ályktun Alþingis um að holodomor, hungursneyðin sem Stalín framkallaði í Úkraínu, væri hópmorð. Gífurlegt mannfall hefur verið í margra mánaða bardögum við borgina Bakhmut í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði.AP/Boghdan Kutiepov „Af því að þetta snýst um sögulegt réttlæti en því miður halda Rússar áfram að fremja þjóðarmorð á yfirráðasvæði okkar, gagnvart borgurum okkar. Þetta snýst ekki bara um þjóðarmorð heldur einnigum vistfræðilega glæpi sem þeir fremja á yfirráðasvæði okkar. Við vekjum einnig athygli á börnunum okkar sem hafa verið flutt með valdi til Rússlands," segir þingkonan. Úkraína vilji að umheimurinn skilgreini Rússsland sem ríki sems styðji hryðjuverk. Vonandi styðji Ísland einnig aðild Úkraínu að Nato á leiðtogafundi bandalagsins í Vilnius í júlí. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku sé einnig mikilvægur. „Við vitum að þar verða send sterk skilaboð varðandi alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn. Ég held að það sé enginn sáttmáli eða reglur alþjóðasamtaka sem Rússar hafa ekki brotið," segir Mariia Ionova
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31 Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. 10. maí 2023 19:30 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12
Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31
Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. 10. maí 2023 19:30