Kristensen bjargaði mikilvægu stigi fyrir Leeds Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:27 Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds í dag. Stu Forster/Getty Images Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira