Segja má að leiknum hafi verið lokið í hálfleik en þá leiddi Metzingen með átta mörkum, staðan þá 20-12. Gestirnir gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn en það gekk einfaldlega ekki og á endanum vann Metzingen sjö marka sigur, lokatölur 33-26.
Díana Dögg var markahæst í liði gestanna með sex mörk. Sandra komst ekki á blað hjá heimaliðinu.
Metzingen er í 6. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan Zwickau er í 12. sæti með 12 stig, aðeins stigi fyrir ofan umspil um sæti í efstu deild.