Björg greinir frá nafngiftinni í skemmtilegri myndafærslu á samfélagsmiðlinum Instagram.
„Hann heitir Tómas Kári Tryggvason og er óendanlega heppinn með fólkið sitt. Takk fyrir ógleymanlegan dag,“ skrifar Björg við færsluna.
Tómas Kári, eða Tommi eins og Björg skrifar í hringrásina (e.story), kom í heiminn 7. desember og er fyrsta barn Bjargar en þriðja barn föðurins. Auk þess eiga þau hundinn Skugga.
Fyrst var greint frá sambandi Bjargar og Tryggva í nóvember 2020.