Offlæði upplýsinga veruleg ógn við geðheilsuna Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 10:10 Haraldur Erlendsson geðlæknir segir stefna í óefni, geðheilsu landsmanna fari hrakandi og vandinn stefni í að verða óyfirstíganlegur. Fjöldi einstaklinga komnir vel á þrítugsaldurinn búi heima og lifi sem 12 ára séu. vísir/vilhelm Haraldur Erlendsson geðlæknir segir að gríðarlegt upplýsingaflóð og upplýsingaáreiti sé ein helsta ógn við geðheilsuna og þar með ein helsta áskorun samtímans. Upp sé að alast kynslóð sem aldrei hefur þurft að takast á við erfiðleika sem sé forsenda þroska. Sölvi Tryggvason ræddi við Harald í hlaðvarpi sínu og þar kemur Haraldur inná þennan vanda sem Haraldur segir djúpstæðan. Ein helsta ógn við heilsu nútímamannsins eru of miklar upplýsingar, of mikið áreiti: „Hvort sem það eru samfélagsmiðlar, sjónvarp, útvarp eða annað. Skynfærin og heilinn eru stöðugt að taka við upplýsingum án þess að hafa næði til að vinna almennilega úr þeim. Það er ofurflóð af upplýsingum í gangi nánast allan sólarhringinn.“ Víðtækur geðrænn vandi að verða óyfirstíganlegur Haraldur segir forsendur góðrar geðheilsu vera ró og að eiga athvarf þar sem við erum ekki stöðugt í því að móttaka og vinna úr upplýsingum. „Svefninn er orðinn helsta skjólið fyrir heilann til að ná einhvers konar úrvinnslu. Rannsóknir sýna að ef fólk nær ekki alvöru draumsvefni og djúpsvefni, þá lærir það illa þær upplýsingar sem heilinn hefur fengið inn. En nú er staðan orðin þannig að margir ná ekki einu sinni almennilegum svefni, meðal annars vegna þess að áreitið á heilann er búið að vera of mikið.“ Að sögn geðlæknisins eru vandamál tengd geðheilsu eru orðin svo mikil og algeng að engin geðheilsuþjónusta mun ráða við að sinna þeim ef fram fer sem horfir. „Vinnuframlag í þjóðfélaginu er að meðaltali skert um 30 prósent vegna geðrænna vandamála og bið eftir geðlækni er orðin allt að 10 árum ef þú átt ekki við bráðavanda að stríða. Vandamálin virðast bara vera að aukast, þannig að það er augljóst að það þarf að finna einhverjar nýjar leiðir til að takast á við þennan faraldur. En það er augljóslega eitthvað mikið að í því hvernig við lifum lífi okkar miðað við það hve hratt líkamlegri og geðrænni heilsu okkar er að hraka.“ Fólk komið vel á þrítugsaldurinn er sem 12 ára Haraldur segist hafa séð það í störfum sínum og samtölum við kollega að þörfin fyrir geðheilsuaðstoð hafi aukist gríðarlega eftir Covid. Það tímabil hafi aukið á vanda margra sem voru í vanda fyrir: „Við geðlæknar hittum oft fólk núna sem er komið vel á þrítugsaldur sem fer nánast ekki út úr herberginu sínu og lifir bara eins og það sé 12 ára. Það hefur enga þrautseigju eða tilgang og hefur aldrei orðið fullorðið.“ Hann segir að ef fólk standi aldrei frammi fyrir erfiðleikum, þurfi aldrei að takast á við þá og yfirstíga þá – standa í lappirnar – þá endi illa. „Til þess að verða í alvöru fullorðin þurfum við að takast á við verkefni sem virðast vera okkur um megn. Við þetta verður til manndómsvígsla og fólk fer að trúa á sjálft sig. Við erum ekki hönnuð fyrir að festast í þægindaramma þar sem reynir aldrei á okkur. Menning sveiflist á milli mildi og hörku og það sé hægt að fara of langt í báðar áttir. „Við sem samfélag erum komin mjög langt í góðmennsku, sem er yndislegt, en á sama tíma erum við að taka burt þrautseigju. Harkan sem var hérna á árum áður er náttúrulega bara illmennska ef hún gengur of langt, en að sama skapi er of mikil góðmennska bara meðvirkni. Við erum alltaf að leita að hinum gullna meðalvegi í þessu, en núna erum við komin ansi langt í að þurrka út þrautseigju og innri styrk í okkar samfélagi.” Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Upplýsingatækni Svefn Tengdar fréttir Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð. 23. september 2022 09:02 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sölvi Tryggvason ræddi við Harald í hlaðvarpi sínu og þar kemur Haraldur inná þennan vanda sem Haraldur segir djúpstæðan. Ein helsta ógn við heilsu nútímamannsins eru of miklar upplýsingar, of mikið áreiti: „Hvort sem það eru samfélagsmiðlar, sjónvarp, útvarp eða annað. Skynfærin og heilinn eru stöðugt að taka við upplýsingum án þess að hafa næði til að vinna almennilega úr þeim. Það er ofurflóð af upplýsingum í gangi nánast allan sólarhringinn.“ Víðtækur geðrænn vandi að verða óyfirstíganlegur Haraldur segir forsendur góðrar geðheilsu vera ró og að eiga athvarf þar sem við erum ekki stöðugt í því að móttaka og vinna úr upplýsingum. „Svefninn er orðinn helsta skjólið fyrir heilann til að ná einhvers konar úrvinnslu. Rannsóknir sýna að ef fólk nær ekki alvöru draumsvefni og djúpsvefni, þá lærir það illa þær upplýsingar sem heilinn hefur fengið inn. En nú er staðan orðin þannig að margir ná ekki einu sinni almennilegum svefni, meðal annars vegna þess að áreitið á heilann er búið að vera of mikið.“ Að sögn geðlæknisins eru vandamál tengd geðheilsu eru orðin svo mikil og algeng að engin geðheilsuþjónusta mun ráða við að sinna þeim ef fram fer sem horfir. „Vinnuframlag í þjóðfélaginu er að meðaltali skert um 30 prósent vegna geðrænna vandamála og bið eftir geðlækni er orðin allt að 10 árum ef þú átt ekki við bráðavanda að stríða. Vandamálin virðast bara vera að aukast, þannig að það er augljóst að það þarf að finna einhverjar nýjar leiðir til að takast á við þennan faraldur. En það er augljóslega eitthvað mikið að í því hvernig við lifum lífi okkar miðað við það hve hratt líkamlegri og geðrænni heilsu okkar er að hraka.“ Fólk komið vel á þrítugsaldurinn er sem 12 ára Haraldur segist hafa séð það í störfum sínum og samtölum við kollega að þörfin fyrir geðheilsuaðstoð hafi aukist gríðarlega eftir Covid. Það tímabil hafi aukið á vanda margra sem voru í vanda fyrir: „Við geðlæknar hittum oft fólk núna sem er komið vel á þrítugsaldur sem fer nánast ekki út úr herberginu sínu og lifir bara eins og það sé 12 ára. Það hefur enga þrautseigju eða tilgang og hefur aldrei orðið fullorðið.“ Hann segir að ef fólk standi aldrei frammi fyrir erfiðleikum, þurfi aldrei að takast á við þá og yfirstíga þá – standa í lappirnar – þá endi illa. „Til þess að verða í alvöru fullorðin þurfum við að takast á við verkefni sem virðast vera okkur um megn. Við þetta verður til manndómsvígsla og fólk fer að trúa á sjálft sig. Við erum ekki hönnuð fyrir að festast í þægindaramma þar sem reynir aldrei á okkur. Menning sveiflist á milli mildi og hörku og það sé hægt að fara of langt í báðar áttir. „Við sem samfélag erum komin mjög langt í góðmennsku, sem er yndislegt, en á sama tíma erum við að taka burt þrautseigju. Harkan sem var hérna á árum áður er náttúrulega bara illmennska ef hún gengur of langt, en að sama skapi er of mikil góðmennska bara meðvirkni. Við erum alltaf að leita að hinum gullna meðalvegi í þessu, en núna erum við komin ansi langt í að þurrka út þrautseigju og innri styrk í okkar samfélagi.”
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Upplýsingatækni Svefn Tengdar fréttir Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð. 23. september 2022 09:02 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð. 23. september 2022 09:02