Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þróttur 3-0 | Eyjakonur skelltu toppliðinu Einar Kárason skrifar 15. maí 2023 20:00 ÍBV vann magnaðan sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir að vera á toppi Bestu deildar kvenna í knattspyrnu þegar 4. umferð hófst þá fengu Þróttarar skell í Vestmannaeyjum. Eyjakonur unnu frábæran 3-0 sigur og sendu gestina heim með skottið á milli lappanna. Sólin skein sínu bjartasta en kalt var og vindasamt á Hásteinsvelli í dag þegar Þróttarar mættu í heimsókn. Gestirnir úr Laugardalnum sátu í toppsæti deildarinnar eftir þrjá leiki fyrir leik dagsins en ÍBV í því sjöunda með einn sigur og tvö töp á bakinu. Eyjastúlkur hófu leik með vindinn í bakið og fengu fyrsta færi leiksins þegar Olga Sevcova átti tilraun úr teig beint á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki gestanna. Sekúndum síðar fengu Þróttarar gott færi til að brjóta ísinn þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fékk boltann í gegn en náði ekki almennilegu skoti að marki. Fyrsta mark leiksins lá í loftinu frá upphafsflauti og á sjöttu mínútu átti Þóra Björg Stefánsdóttir hornspyrnu frá hægri, lyfti boltanum inn á teig og yfir Írisi í markinu. Boltinn hafnaði í horninu fjær og ÍBV komið yfir snemma leiks. Þóra átti nokkrar tilraunir fyrir utan teig í fyrri hálfleiknum sem allar hittu markið en heppilega beint á Írisi frá gestunum séð. Þróttarar fengu sín færi en náðu ekki að trufla Guðnýju Geirsdóttur í marki ÍBV af neinu viti. Eftir tæplega hálftíma leik tvöfölduðu Eyjastúlkur forustu sína þegar Guðný spyrnti boltanum frá eigin marki upp miðjan völlinn. Úr varð þetta úrvalsfæri þegar Olga tók á rás milli miðvarða gestanna, keyrði að marki og setti boltann snyrtilega framhjá Írisi. Íris Dögg hafði nóg að gera í fyrri hálfleiknum og þurfti að sækja boltann í netið í þriðja sinn þegar skammt var til hálfleiks. ÍBV fékk aukaspyrnu í kjörstöðu fyrir utan teig Þróttara, vinstra megin. Þóra Björg tók spyrnuna, boltinn yfir vegginn og í markmannshornið fjær. Alveg upp í samskeytin. Frábært mark og heimastúlkur þremur mörkum yfir. Gestirnir reyndu eins og þær gátu að minnka muninn fyrir hálfleik en Guðný varði frábærlega í tvígang frá Ólöfu og Freyju Katrínu Þorvarðardóttur. Ekki voru fleiri mörk skoruð og ÍBV því í góðri stöðu fyrir síðari hálfleikinn. Eins og búast mátti við mættu Þróttarar af krafti inn í seinni fjörtíu og fimm. Þær sóttu nánast látlaust í upphafi seinni hálfleiks og fengu nokkur fín færi til að minnka muninn en boltinn hinsvegar annaðhvort framhjá markinu eða að þá að Guðný sá við þeim. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að marki ÍBV tókst gestunum ekki að minnka muninn og dró af liðinu með hverju færinu sem fór forgörðum. Guðný varði frábærlega undir lok leiks boltann eftir hörkutilraun frá Katherine Amöndu Cousins og kórónaði þar með stórkostlegan leik sinn. Eyjastúlkur spiluðu síðari hálfleikinn af mikilli skynsemi og börðust fyrir hverjum einum og einasta bolta og að loknum níutíu mínútum tóku stigin þrjú eftir góða liðsframmistöðu. Niðurstaðan 3-0 og annar sigur ÍBV á tímabilinu staðreynd. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið nýtti meðbyrinn bókstaflega í fyrri hálfleiknum. Skoruði þrjú virkilega góð mörk og settu boltann á markið við hvert tækifæri. Vörðust vel þegar á reyndi og sá Guðný við gestunum þegar þær náðu skoti að marki. Spiluðu agaðan varnarleik í síðari hálfleiknum þrátt fyrir að sjá lítið af boltanum. Hverjar stóðu upp úr? Þóra Björg var frábær í dag. Tvö glæsileg mörk og fleiri góðar tilraunir að marki. Olga var einnig góð úti vinstra megin og báru þær Þóra ábyrgð á sóknarleiknum í dag. Haley Marie Thomas stjórnaði vörninni og Guðný í markinu varði nokkrum sinnum frábærlega. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þróttar í öðru marki ÍBV var ekki glæsilegur. Ein einföld sending í gegn frá markmanni og staðan 2-0. Lítið hægt að gera í því fyrsta og þriðja, en færanýting liðsins er algjörlega á þeirra ábyrgð. Urmull færa sem fór í súginn. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍBV er gegn Val á Hlíðarenda á mánudaginn eftir viku. Þróttur tekur á móti Þór/KA þann sama dag. Erum búin að venjast því að spila í svona veðri Lið ÍBV spilaði glimrandi sóknarbolta með vindi í fyrri hálfleik og sýndi svo hetjulegan varnarleik í þeim síðari. Todor Hristov, þjálfari liðsins, var ánægður með sínar stelpur eftir leik. „Mér fannst þetta vera frábær leikur hjá okkur. Við vorum að mæta frábæru liði með frábæran þjálfara sem er búinn að vera lengi með þær og ég bjóst við erfiðum leik en við gerðum ógeðslega vel,“ sagði Todor. „Við erum búin að venjast því að spila í svona veðri og þetta hjálpar okkur frekar.“ „Guðný [Geirsdóttir, markmaður ÍBV] átti geggjaðan leik. Það er gaman að sjá bætingarnar hjá henni. Hún er búin að vera góð í sumar það sem af er.“ Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði stórkostleg mörk í dag, þá sér í lagi það síðara. Todor var sjálfur lunkinn knattspyrnumaður en skoraði hann einhverntímann svona flott mark? „Nei,“ sagði Todor hreinskilinn að lokum. Er hálf orðlaus „Ég er hálf orðlaus,“sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að leik loknum. „Ekki vegna markatölu. ÍBV átti skilið að fara með forustu inn í hálfleik. Við skoruðum bara ekki sjálfar. Þetta er líklega besti leikur sem ég hef séð Guðný spila og ég verð að hrósa henni. Þær nýttu sér vindinn og ég verð kannski að taka þetta aðeins til mín. Mér fannst við eiga að geta átt við vindinn í fyrri hálfleik og aðlagast honum.“ „Aukaspyrnan hjá Þóru fékk örugglega smá hjálp frá vindinum. Það var þreytt að fá þessi mörk á sig. Öll mörkin sem við höfum fengið á okkur það sem af er ári eru léleg mörk að fá á sig og við viljum gera betur. Við erum ekki að gefa mörg færi á okkur.“ Léleg nýting á tólfta manninum, vindinum. „Mér fannst við ekki nýta hann vel. Við vorum ennþá að reyna að spila fallega í stað þess að koma honum inn í teig. Við reyndum að teygja á þeim en það var ekki að virka. Við fengum fyrstu færin í seini hálfleik og Guðný ver vel. Ef eitt af þeim fer inn þá gætum við hafa fengið annan leik. Við trúðum því að við gætum komið til baka en þetta er einn af þessum dögum.“ „Við gætum hafa spilað til jóla en samt ekki skorað í seinni hálfleiknum,“sagði Nik glottandi að lokum. Besta deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík
Þrátt fyrir að vera á toppi Bestu deildar kvenna í knattspyrnu þegar 4. umferð hófst þá fengu Þróttarar skell í Vestmannaeyjum. Eyjakonur unnu frábæran 3-0 sigur og sendu gestina heim með skottið á milli lappanna. Sólin skein sínu bjartasta en kalt var og vindasamt á Hásteinsvelli í dag þegar Þróttarar mættu í heimsókn. Gestirnir úr Laugardalnum sátu í toppsæti deildarinnar eftir þrjá leiki fyrir leik dagsins en ÍBV í því sjöunda með einn sigur og tvö töp á bakinu. Eyjastúlkur hófu leik með vindinn í bakið og fengu fyrsta færi leiksins þegar Olga Sevcova átti tilraun úr teig beint á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki gestanna. Sekúndum síðar fengu Þróttarar gott færi til að brjóta ísinn þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fékk boltann í gegn en náði ekki almennilegu skoti að marki. Fyrsta mark leiksins lá í loftinu frá upphafsflauti og á sjöttu mínútu átti Þóra Björg Stefánsdóttir hornspyrnu frá hægri, lyfti boltanum inn á teig og yfir Írisi í markinu. Boltinn hafnaði í horninu fjær og ÍBV komið yfir snemma leiks. Þóra átti nokkrar tilraunir fyrir utan teig í fyrri hálfleiknum sem allar hittu markið en heppilega beint á Írisi frá gestunum séð. Þróttarar fengu sín færi en náðu ekki að trufla Guðnýju Geirsdóttur í marki ÍBV af neinu viti. Eftir tæplega hálftíma leik tvöfölduðu Eyjastúlkur forustu sína þegar Guðný spyrnti boltanum frá eigin marki upp miðjan völlinn. Úr varð þetta úrvalsfæri þegar Olga tók á rás milli miðvarða gestanna, keyrði að marki og setti boltann snyrtilega framhjá Írisi. Íris Dögg hafði nóg að gera í fyrri hálfleiknum og þurfti að sækja boltann í netið í þriðja sinn þegar skammt var til hálfleiks. ÍBV fékk aukaspyrnu í kjörstöðu fyrir utan teig Þróttara, vinstra megin. Þóra Björg tók spyrnuna, boltinn yfir vegginn og í markmannshornið fjær. Alveg upp í samskeytin. Frábært mark og heimastúlkur þremur mörkum yfir. Gestirnir reyndu eins og þær gátu að minnka muninn fyrir hálfleik en Guðný varði frábærlega í tvígang frá Ólöfu og Freyju Katrínu Þorvarðardóttur. Ekki voru fleiri mörk skoruð og ÍBV því í góðri stöðu fyrir síðari hálfleikinn. Eins og búast mátti við mættu Þróttarar af krafti inn í seinni fjörtíu og fimm. Þær sóttu nánast látlaust í upphafi seinni hálfleiks og fengu nokkur fín færi til að minnka muninn en boltinn hinsvegar annaðhvort framhjá markinu eða að þá að Guðný sá við þeim. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að marki ÍBV tókst gestunum ekki að minnka muninn og dró af liðinu með hverju færinu sem fór forgörðum. Guðný varði frábærlega undir lok leiks boltann eftir hörkutilraun frá Katherine Amöndu Cousins og kórónaði þar með stórkostlegan leik sinn. Eyjastúlkur spiluðu síðari hálfleikinn af mikilli skynsemi og börðust fyrir hverjum einum og einasta bolta og að loknum níutíu mínútum tóku stigin þrjú eftir góða liðsframmistöðu. Niðurstaðan 3-0 og annar sigur ÍBV á tímabilinu staðreynd. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið nýtti meðbyrinn bókstaflega í fyrri hálfleiknum. Skoruði þrjú virkilega góð mörk og settu boltann á markið við hvert tækifæri. Vörðust vel þegar á reyndi og sá Guðný við gestunum þegar þær náðu skoti að marki. Spiluðu agaðan varnarleik í síðari hálfleiknum þrátt fyrir að sjá lítið af boltanum. Hverjar stóðu upp úr? Þóra Björg var frábær í dag. Tvö glæsileg mörk og fleiri góðar tilraunir að marki. Olga var einnig góð úti vinstra megin og báru þær Þóra ábyrgð á sóknarleiknum í dag. Haley Marie Thomas stjórnaði vörninni og Guðný í markinu varði nokkrum sinnum frábærlega. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þróttar í öðru marki ÍBV var ekki glæsilegur. Ein einföld sending í gegn frá markmanni og staðan 2-0. Lítið hægt að gera í því fyrsta og þriðja, en færanýting liðsins er algjörlega á þeirra ábyrgð. Urmull færa sem fór í súginn. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍBV er gegn Val á Hlíðarenda á mánudaginn eftir viku. Þróttur tekur á móti Þór/KA þann sama dag. Erum búin að venjast því að spila í svona veðri Lið ÍBV spilaði glimrandi sóknarbolta með vindi í fyrri hálfleik og sýndi svo hetjulegan varnarleik í þeim síðari. Todor Hristov, þjálfari liðsins, var ánægður með sínar stelpur eftir leik. „Mér fannst þetta vera frábær leikur hjá okkur. Við vorum að mæta frábæru liði með frábæran þjálfara sem er búinn að vera lengi með þær og ég bjóst við erfiðum leik en við gerðum ógeðslega vel,“ sagði Todor. „Við erum búin að venjast því að spila í svona veðri og þetta hjálpar okkur frekar.“ „Guðný [Geirsdóttir, markmaður ÍBV] átti geggjaðan leik. Það er gaman að sjá bætingarnar hjá henni. Hún er búin að vera góð í sumar það sem af er.“ Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði stórkostleg mörk í dag, þá sér í lagi það síðara. Todor var sjálfur lunkinn knattspyrnumaður en skoraði hann einhverntímann svona flott mark? „Nei,“ sagði Todor hreinskilinn að lokum. Er hálf orðlaus „Ég er hálf orðlaus,“sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að leik loknum. „Ekki vegna markatölu. ÍBV átti skilið að fara með forustu inn í hálfleik. Við skoruðum bara ekki sjálfar. Þetta er líklega besti leikur sem ég hef séð Guðný spila og ég verð að hrósa henni. Þær nýttu sér vindinn og ég verð kannski að taka þetta aðeins til mín. Mér fannst við eiga að geta átt við vindinn í fyrri hálfleik og aðlagast honum.“ „Aukaspyrnan hjá Þóru fékk örugglega smá hjálp frá vindinum. Það var þreytt að fá þessi mörk á sig. Öll mörkin sem við höfum fengið á okkur það sem af er ári eru léleg mörk að fá á sig og við viljum gera betur. Við erum ekki að gefa mörg færi á okkur.“ Léleg nýting á tólfta manninum, vindinum. „Mér fannst við ekki nýta hann vel. Við vorum ennþá að reyna að spila fallega í stað þess að koma honum inn í teig. Við reyndum að teygja á þeim en það var ekki að virka. Við fengum fyrstu færin í seini hálfleik og Guðný ver vel. Ef eitt af þeim fer inn þá gætum við hafa fengið annan leik. Við trúðum því að við gætum komið til baka en þetta er einn af þessum dögum.“ „Við gætum hafa spilað til jóla en samt ekki skorað í seinni hálfleiknum,“sagði Nik glottandi að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti