Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Árni Sæberg skrifar 15. maí 2023 21:34 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrir fyrsta ársfjórðung ársins, sem gefinn var út í dag. Þar segir að hagnaður eftir fjármagnsliði hafi verið 12,5 milljarðar króna á tímabilinu en 15,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur hafi numið 23,9 milljörðum og hækkað um 19,3 prósent milli ára. Þá hafi nettó skuldir lækkað um 18,6 milljarða króna frá áramótum og hafi í lok mars verið 96,7 milljarðar króna. Loks segir að handbært fé frá rekstri hafi numið 19,6 milljörðum króna, sem sé 42,9 prósent hækkun frá sama tímabili árið áður. Afkoman með miklum ágætum í fréttatilkynningu um árshlutareikninginn er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að afkoma fyrsta ársfjórðungs hafi verið með miklum ágætum. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem endurspeglar afkomu grunnrekstrar Landsvirkjunar, jókst um ríflega 40 prósent frá sama fjórðungi ársins 2022. Rekstrartekjur jukust um tæplega fimmtung frá fyrra ári, sem skýrist af aukinni raforkusölu, háu raforkuverði til stórnotenda og tekjum vegna innleystra áhættuvarna. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður fyrirtækisins um 8 prósent frá fyrra ári. Fjármunamyndunin var einnig mjög sterk á fyrsta ársfjórðungi, en handbært fé frá rekstri hækkaði á fjórðungnum um 43 prósent frá fyrra ári og var tæpir 20 milljarðar,“ er haft eftir honum. Þá hafi rekstur aflstöðva gengið vel á ársfjórðungnum og orkuvinnsla aukist um fimm prósent frá fyrra ári. „Á tímabilinu þurfti þó ítrekað að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda vegna þess að raforkukerfi Landsvirkjunar er nú rekið nálægt hámarks afkastagetu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa til uppbyggingar raforkuvinnslu til að uppfylla þá orkuþörf sem augljóslega er í samfélaginu, bæði almennt og vegna orkuskipta.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrir fyrsta ársfjórðung ársins, sem gefinn var út í dag. Þar segir að hagnaður eftir fjármagnsliði hafi verið 12,5 milljarðar króna á tímabilinu en 15,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur hafi numið 23,9 milljörðum og hækkað um 19,3 prósent milli ára. Þá hafi nettó skuldir lækkað um 18,6 milljarða króna frá áramótum og hafi í lok mars verið 96,7 milljarðar króna. Loks segir að handbært fé frá rekstri hafi numið 19,6 milljörðum króna, sem sé 42,9 prósent hækkun frá sama tímabili árið áður. Afkoman með miklum ágætum í fréttatilkynningu um árshlutareikninginn er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að afkoma fyrsta ársfjórðungs hafi verið með miklum ágætum. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem endurspeglar afkomu grunnrekstrar Landsvirkjunar, jókst um ríflega 40 prósent frá sama fjórðungi ársins 2022. Rekstrartekjur jukust um tæplega fimmtung frá fyrra ári, sem skýrist af aukinni raforkusölu, háu raforkuverði til stórnotenda og tekjum vegna innleystra áhættuvarna. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður fyrirtækisins um 8 prósent frá fyrra ári. Fjármunamyndunin var einnig mjög sterk á fyrsta ársfjórðungi, en handbært fé frá rekstri hækkaði á fjórðungnum um 43 prósent frá fyrra ári og var tæpir 20 milljarðar,“ er haft eftir honum. Þá hafi rekstur aflstöðva gengið vel á ársfjórðungnum og orkuvinnsla aukist um fimm prósent frá fyrra ári. „Á tímabilinu þurfti þó ítrekað að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda vegna þess að raforkukerfi Landsvirkjunar er nú rekið nálægt hámarks afkastagetu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa til uppbyggingar raforkuvinnslu til að uppfylla þá orkuþörf sem augljóslega er í samfélaginu, bæði almennt og vegna orkuskipta.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira