„Ekkert nálægt því að vera eins og píkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 22:11 Ummæli Arnars Gunnlaugssonar um lið sitt í fyrra hafa vakið mikla athygli. Vísir/Hulda Margrét Ummæli þjálfara Víkings í úrvalsdeild karla þar sem hann sagði sig og leikmenn sína hafa verið „algjörar píkur í fyrra“ hafa vakið mikla athygli. Keppast netverjar við að gagnrýna ummælin og segja líkingarmálið í ósamræmi við veruleikann. Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023 Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira