„Ég ætla að hætta þessu og það var erfitt fyrir mig að heyra síðasta flautið“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2023 22:40 Einar Ingi Hrafnsson er hættur í handbolta Vísir/Hulda Margrét Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar, var niðurlútur eftir tap í oddaleik gegn Haukum 17-23. Einar Ingi Hrafnsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. „Við enduðum bæði á að vera bensínlausir svo varði Aron Rafn allt sem kom á markið. Þetta var ósköp einfalt við vorum bara sprungnir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson eftir leik. Afturelding skoraði aðeins eitt mark á tæplega tuttugu mínútum og Einar átti erfitt með að útskýra hvað hafi gerst. „Þetta var rosalega erfitt frá byrjun. Við spiluðum vörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að þeir voru í vandræðum sóknarlega síðan hættum við að skora. Við vorum þreyttir og síðan fundu menn sig ekki heldur. Þorsteinn Leó fann sig ekki, Blær ekki heldur eins og allir aðrir. Við lentum bara í veseni og þá kláraðist bensínið fyrr.“ Tímabilinu er lokið hjá Aftureldingu og Einar Ingi Hrafnsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasta tímabil. „Ég ætla hætta þessu. Það var erfitt fyrir mig að heyra síðasta flautið. Þetta var stórkostlegt tímabil hjá okkur en við ætluðum að gera aðeins meira en það tókst ekki og mér líður eins og þetta hafi verið tekið frá mér.“ „Ég verð fyrir lífstíð stoltur af þessum bikarmeistaratitli. Þetta í dag hefði ekki gerst nema með bikarmeistaratitlinum þar sem hann lyfti þessu á annað plan. Þetta er orðið félag og staður sem þú vilt koma og spila. Við erum að reyna að byggja upp eitthvað sem tekur með okkur síðasta skrefið sem þarf til að verða Íslandsmeistarar. Ég er ógeðslega stoltur af þessum bikarmeistaratitli og það mun enginn taka hann frá mér,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
„Við enduðum bæði á að vera bensínlausir svo varði Aron Rafn allt sem kom á markið. Þetta var ósköp einfalt við vorum bara sprungnir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson eftir leik. Afturelding skoraði aðeins eitt mark á tæplega tuttugu mínútum og Einar átti erfitt með að útskýra hvað hafi gerst. „Þetta var rosalega erfitt frá byrjun. Við spiluðum vörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að þeir voru í vandræðum sóknarlega síðan hættum við að skora. Við vorum þreyttir og síðan fundu menn sig ekki heldur. Þorsteinn Leó fann sig ekki, Blær ekki heldur eins og allir aðrir. Við lentum bara í veseni og þá kláraðist bensínið fyrr.“ Tímabilinu er lokið hjá Aftureldingu og Einar Ingi Hrafnsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasta tímabil. „Ég ætla hætta þessu. Það var erfitt fyrir mig að heyra síðasta flautið. Þetta var stórkostlegt tímabil hjá okkur en við ætluðum að gera aðeins meira en það tókst ekki og mér líður eins og þetta hafi verið tekið frá mér.“ „Ég verð fyrir lífstíð stoltur af þessum bikarmeistaratitli. Þetta í dag hefði ekki gerst nema með bikarmeistaratitlinum þar sem hann lyfti þessu á annað plan. Þetta er orðið félag og staður sem þú vilt koma og spila. Við erum að reyna að byggja upp eitthvað sem tekur með okkur síðasta skrefið sem þarf til að verða Íslandsmeistarar. Ég er ógeðslega stoltur af þessum bikarmeistaratitli og það mun enginn taka hann frá mér,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira