„Algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona“ 16. maí 2023 22:35 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson var að vonum ánægður með sigur Stjörnunnar á Val nú í kvöld. Tvö mörk Garðbæinga í fyrri hálfleik var það sem skildi liðin að en það var eitthvað allt annað sem var efst í huga Kristjáns eftir leikinn. „Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “ Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Sjá meira
„Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “
Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Sjá meira