Ein af þeim bestu hætti skyndilega við að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Mal O’Brien með Katrínu Tönju Davíðsdóttur á góðri stundu en þær kepptu saman í liði í janúar. Instagram/@malobrien_ Bandaríska undrabarnið Mallory O'Brien verður ekki með á heimsleikunum í ár. Þar með hafa tvær bestu CrossFit konur síðustu heimsleika hætt við keppni. Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) CrossFit Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_)
CrossFit Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira