„Gamla góða Haukamaskínan er vöknuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 09:00 Haukarnir fagna sigri í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Haukar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta með sex marka sigri á Aftureldingu á útivelli í oddaleik. Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið
Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira