Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá mótaröðinni. Formúla 1 sendir baráttukveðjur til íbúa svæðisins sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum úrkomunnar og flóða.
Fyrr í dag hafði aðstandendum Formúlu 1 verið gert að halda sig fjarri brautarsvæðinu.
Santerno áin liggur með fram brautarsvæðinu sem keppa átti á og hefur rauð viðvörun vegna flóða og hástreymi árinnar verið gefin út.
The decision has been taken not to proceed with the Grand Prix weekend in Imola#EmiliaRomagnaGP #F1 pic.twitter.com/4taauGnFEA
— Formula 1 (@F1) May 17, 2023
„Eftir fundarhöld milli forráðamanna Formúlu 1, forseta FIA og yfirvalda á svæðinu hefur verið ákveðið að halda ekki til streitu komandi keppnishelgi á Imola. Þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi að ekki verður hægt að tryggja öryggi þeirra sem keppnishelgina sækja,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Formúlu 1.
Flætt hefur inn í ýmsar byggingar á brautarsvæði en sjálft þjónustusvæði brautarinnar ku vera í góðu lagi.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort röskunin fyrir Formúlu 1 liðin sökum rýmingarinnar sé mikil.
Á hefðbundnum miðvikudegi, fyrir keppnishelgi í mótaröðinni, hefðu liðin verið að klára undirbúning og setja upp búnað áður en ökumenn myndu mæta á svæðið á fimmtudegi.
Næsta keppnishelgi Formúlu 1 mun því fara fram í Mónakó dagana 26.-28. maí næstkomandi.